Demi Moore og Ashton Kutcher skilin að fullu

Ashton Kutcher og Demi Moore í janúar 2011, þegar allt …
Ashton Kutcher og Demi Moore í janúar 2011, þegar allt lék í lyndi. AFP

Hollywood-ofurparið fyrrverandi, Demi Moore og Ashton Kutcher, eru nú formlega skilin að lögum, en tvö ár eru liðin síðan þau skildu að borði og sæng.

Samkvæmt skjölum sem People magazine birtir í dag eru Moore og Kutcher nú löglega einhleyp.

Talsmenn þeirra hafa ekki svarað fyrirspurnum slúðurblaðamanna vestra um málið, en fregnir herma að skilnaðurinn hafi tekið svo langan tíma vegna þess að þau voru ósammála um hvernig ætti að skipta sameiginlegum eignum, sem metnar eru á um 300 milljónir dala.

Moore, sem er 51 árs, tilkynnti í nóvember 2011 að þau væru skilin að skiptum, eftir að slúðurpressan greindi frá framhjáhaldi Kutchers, sem er 35 ára. Þá hafði um nokkurt skeið verið ýjað að því að brestir væru komnir í samband leikaranna.

Þau gengu í hjónaband árið 2005 þegar Kutcher var 27 ára og Moore 42 ára.

Slúðurpressan ytra gerir sér nú mat úr því að fyrst skilnaðurinn sé frágenginn sé ekkert sem koma ætti í veg fyrir að Kutcher biðji núverandi kærustu sinnar, leikkonunnar Milu Kunis. Þau léku móti hvort öðru sem unglingar í þáttunum That 70s Show en ástin kviknaði ekki fyrr en vorið 2012.

Demi Moore er nú 51 árs og tvífráskilin.
Demi Moore er nú 51 árs og tvífráskilin. AFP
Ashton Kutcher er nú 35 ára og fráskilinn.
Ashton Kutcher er nú 35 ára og fráskilinn. AFP
Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga nú í ástarsambandi.
Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga nú í ástarsambandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg