Hvað áttu að segja í staðinn fyrir „sjitt“?

Bragi og Brynja
Bragi og Brynja Morgunblaðið/Kristinn

Síðastliðinn sunnudag hóf skemmtiþátturinn Orðbragð göngu sína í Ríkissjónvarpinu. Monitor tyllti sér með þáttastjórnendunum Braga Valdimar Skúlasyni og Brynju Þorgeirsdóttur og rabbaði um þáttagerðina og ástina á íslenskri tungu.


Hvernig þáttur er Orðbragð?

Bragi: Í sem stystu máli þá fjallar Orðbragð um íslensku og þar fjöllum við um tungumálið og allar hliðar þess.

Brynja: Hann á sér sænska fyrirmynd. Þar var verið að fíflast svolítið með tungumálið og það er það sem við erum að gera. Við leikum okkur með tungumálið og snúum því á haus. Ég hitti hann Kjartan Rögnvaldsson leikara um daginn og hann sagði að þeir tungumálaþættir sem hefðu verið gerðir hingað til væru menningarlegar geldingartangir. Þeir væru svo leiðinlegir að fólk yrði afhuga tungumálinu.

Bragi: Við erum ekki með geldingartangir. Aðalatriðið er að þetta sé skemmtilegt og fyrir alla. Þetta eru hraðir þættir með viðtölum, innslögum og leiknum sketsum, vonandi einhverju fyrir alla.

Brynja: Eiður Guðna mun segja: „Þetta er alltof mikill fíflagangur.“

En þið eruð líka að miða þáttinn inn á ungt fólk, ekki satt?

Bragi: Jú.

Brynja: Það er mjög kröfuharður hópur og við erum að reyna að uppfylla þeirra kröfur.

Bragi: Eða í það minnsta koma í veg fyrir að þau slökkvi á sjónvarpinu eftir eina mínútu heldur haldi út í 25 slíkar.

Finnst ykkur mikil þörf á vakningu meðal ungs fólks um íslenska tungu?

Bragi: Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á að fara vel með tungumálið og að það sé þarna. Það er ekki sjálfsagt að við eigum þetta tungumál. Það er allt í lagi að minna fólk reglulega á það og við eigum að leyfa okkur að toga það og teyga í allar áttir.

Brynja Það er algjör óþarfi að nota erlend mál til að tjá sig, eins og allskonar slangur og slettur.

En er allt slangur slæmt?

Bragi: Nei, á einhverjum tímapunkti eru öll orð ný. Sum orð sem við notum dags daglega voru einhvern tíma slettur sem voru kannski litin hornauga. Núna er síðan öllum sama og orðin hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt.

Brynja: Í slangurorðabókinni frá 1982 eru orð eins og „elskulegur“ og „flottur“.

Bragi: Það er bara tíminn sem segir til um hvort orðin lifa eða ekki. Sum orð deyja af því að hluturinn sem það er notað yfir dettur úr notkun. Ætli fólk eigi eftir að nota „segulbandstæki“ mikið í framtíðinni?

Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerðuð í þáttunum?

Bragi: Við fengum að setja vaxtarræktarfólk í ísbað. Við athuguðum hvort það þyldi lengur að vera ofan í vatninu þegar það blótaði. Það var mjög gaman, sérstaklega fyrir okkur sem þurftum ekki að fara ofan í.

Brynja: Það var dálítið gaman að spekúlera í dónalegu orðunum. Til dæmis gengum við með lista af dónalegum orðum og fólk átti að segja hvað væri dónalegast. Svo tókum við viðtal við lögregluþjón um hvort það mætti vera dónalegur við lögregluna og hvaða afleiðingar það hefði.

Bragi: Við skoðuðum líka af hverju orð verður dónalegt.

Brynja: Svo var mjög gaman að gera innslag sem fjallaði um sérfræðingatungumál. Stjórnmálamenn og sérfræðingar tala oft svo óskiljanlega og þetta er eins og mjög skrítinn ávani. Við reyndum að komast til botns í af hverju þetta er svona.

<b>SÍGILD ÍSLENSK BLÓTSYRÐI - HVAÐ ER HÆGT AÐ SEGJA Í STAÐINN FYRIR SJITT OG FOKK?</b>

<em>Það er ekki nokkur þörf á að hrópa sýknt og heilagt upp yfir sig á ensku götumáli þegar mikið liggur við. Í staðinn mætti til dæmis segja eitthvað af orðunum á neðangreindum lista. Eða taka Kolbein kaftein úr Tinna-bókunum sér til fyrirmyndar og vera svolítið litrík/ur í orðavali. Prófið til dæmis næst þegar þið rekið tána í að segja ekki „sjitt“ heldur romsa út úr ykkur: Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!</em><b></b>

<ul> <li>SKRATTANS</li> <li>HVER ÞREMILLINN</li> <li>BÉVÍTANS</li> <li>ÓLUKKANS</li> <li>FJANDAKORNIÐ</li> <li>ÓHRÆSIS</li> <li>HVER GREFILLINN</li> <li>FARÐI ÞAÐ GRÁKOLAÐ</li> <li>DÉSKOTANS</li> <li>FARI ÞAÐ Í SJÓÐANDI, HOPPANDI</li> <li>FARI ÞAÐ Í SÓTSVART, ÞREIFANDI</li> <li>HVER RÖNDÓTTUR</li> <li>EKKISENS</li> <li>FARI ÞAÐ Í HURÐARLAUST, GRÆNGOLANDI</li> <li>ANSVÍTANS</li> <li>RÆKALLINN</li> </ul>

Hér sést aðeins brot úr umfjöllun um þáttinn Orðbragð, umfjöllunina og viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

<iframe frameborder="0" height="371" src="http://e.issuu.com/embed.html#4517553/5818410" width="525"></iframe>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup