Paul Walker og vinur hans voru ekki þátttakendur í kappakstri þegar þeir létu lífið í bílslysi um helgina. Vinur hans hét Roger Rodas og var þekktur kappakstursbílstjóri.
Vitað er að vegurinn þar sem slysið varð er vinsæll staður fyrir kappakstur. Lögregla segist þó ekki hafa vísbendingar um að önnur bifreið hafi hugsanlega verið viðriðin slysið.
Að sögn þeirra sem rannsaka málið hefur framburður vitna staðfest að vinirnir voru einir á ferð og óku hratt. Ekkert vitnanna hefur staðfest að önnur bifreið hafi verið á undan eða á eftir.
Þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda og mennirnir tveir lýstir látnir. Samkvæmt kvikmyndavefnum IMD lætur Walker eftir sig dóttur.
Frétt mbl.is: Var Paul Walker í kappakstri?
Frétt mbl.is: Paul Walker látinn.