Málmmessa áratugarins

Sinfónían, Skálmöld og kórar
Sinfónían, Skálmöld og kórar Árni Sæberg

Vík­inga­málm­bandið Skálmöld hef­ur sett inn á mynd­banda­vef­inn Youtu­be upp­töku af tón­leik­um bands­ins með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands í Hörpu sem fram fóru á föstu­dag fyr­ir viku. Um er að ræða upp­töku af lag­inu Hel og hef­ur mynd­bandið þegar fengið mikla spil­un.

Mynd­bandið má sjá hér að neðan og einnig pist­ill Orra Páls Ormars­son­ar, blaðamanns Morg­un­blaðsins, um tón­leik­ana.

Málm­messa ára­tug­ar­ins

Svo er annað eft­ir: Tón­leik­ar með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og helþétt­um kór í kjaft­fullri Eld­borg. Það yrði málm­messa ára­tug­ar­ins!“

Með þess­um orðum lauk höf­und­ur þessa pist­ils um­sögn sinni um aðra breiðskífu vík­inga­málm­bands­ins Skálmald­ar, Börn Loka, hér í blaðinu fyr­ir réttu ári. Ef til vill var það ósk­hyggja en alltént upp­lýst ósk­hyggja því ég var sann­ar­lega far­inn að sjá þetta fyr­ir mér á þeim tíma­punkti. Börn Loka, eins og Bald­ur á und­an henni, hrópaði á Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, ein­hvern öfl­ug­asta túlk­anda nor­ræna tón­verka í þess­um heimi. Um það eru hús­bænd­ur í Hörp­unni mér greini­lega sam­mála því fyr­ir og um helg­ina varð þessi djarfi gjörn­ing­ur að veru­leika. Ekki bara einu sinni, held­ur þris­var fyr­ir smekk­fullri Eld­borg. Raun­ar fimm sinn­um séu skóla­tón­leik­arn­ir að morgni fimmtu­dags­ins tald­ir með. Geri aðrir bet­ur!

Spenn­an var að byggj­ast upp alla vik­una og eft­ir að hafa litið inn á æf­ingu að morgni miðviku­dags varð ég sann­ast sagna viðþols­laus. Föstu­dags­kvöldið rann loks­ins upp og til að gera langa sögu stutta fór uppá­kom­an langt fram úr vænt­ing­um. Og voru þær ekki litl­ar.

Ekki byrjaði það illa. Þegar ég mætti til leiks ultu nokkr­ir málmbræður út úr bíl fyr­ir aft­an mig.

„Fyr­ir­gefðu, lagsi,“ sagði einn. „Ertu að fara á Skálmöld?“

Það hélt ég nú.

„Hel­víti fínt, maður. Við vor­um nefni­lega ekki viss­ir um að við vær­um á rétt­um stað. Erum að koma beint úr sveit­inni.“

Eft­ir þetta gat kvöldið ekki klikkað. Skálmöld er auðvitað hljóm­sveit allra lands­manna og marg­ir hafa ef­laust komið langt að.

Stemn­ing­in í saln­um var áþreif­an­leg og strax þegar Gunn­ar Ben gekk fram fyr­ir skjöldu til að kyrja Heima gerðist eitt­hvað sem erfitt er að lýsa með orðum. Leik­gleði Skálmald­ar er með mikl­um ólík­ind­um og smitaði hratt út frá sér. Á góðu kvöldi eru sex­menn­ing­arn­ir eins og ryk­suga, soga allt að sér. Í þessu til­viki Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, Karla­kór Reykja­vík­ur, Hymnodiu, Skóla­kór Kárs­nesskóla og tvö þúsund gesti í Eld­borg. Öll urðum við eitt.

Útsetj­ar­inn, Har­ald­ur V. Svein­björns­son, hafði lofað að vinna með tón­list­inni en ekki á móti henni og stóð við hvert orð. Ekki var gott að segja hvar Skálmöld endaði og Sin­fón­í­an og kór­arn­ir tóku við. Mögu­lega hef­ur Har­ald­ur lært af mis­tök­um Michaels heit­ins Kam­ens en út­setn­ing­ar hans fyr­ir San Francisco-sin­fón­í­una á sín­um tíma voru sem kunn­ugt er fleyg­ur í síðu Metallica. Tauga­veiklað brass og til­vilj­ana­kennd­ar st­róf­ur.

Því var ekki að heilsa hér og frá­bært að sjá hvað Sin­fó skemmti sér vel and­spæn­is þess­um óvenju­legu gest­um sem hikuðu ekki við að klakka, stappa og standa upp í miðjum klíðum. Það þykir óheflað á venju­leg­um sin­fón­íu­tón­leik­um. En það var ekk­ert venju­legt við þessa tón­leika.

Eng­ir nutu sín bet­ur en Sigrún Eðvalds­dótt­ir konsert­meist­ari, sem rak horn­in óspart fram­an í gesti, og öðling­ur­inn Bern­h­arður Wilk­in­son sem tókst hrein­lega á loft með sprot­ann þegar mest var und­ir. Vel­kom­inn í Hið ís­lenzka málm­vís­inda­fé­lag, Benni. Djöf­ull myndi Bryn­dís Halla Gylfa­dótt­ir líka taka sig vel út í ein­hverju málm­band­inu.

Strák­arn­ir í Skóla­kór Kárs­nesskóla feyktu flösu eins og þeir ættu lífið að leysa meðan þeirra naut við. Eðli máls­ins sam­kvæmt var sá kór send­ur heim í hálfleik – enda kom­inn hátta­tími. Karla­kór Reykja­vík­ur og Hymnodia rokkuðu feitt, eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Fag­menn fram í fing­ur­góma.

Það er tómt mál að tala um hápunkta – þeir voru svo marg­ir. Árás kveikti strax í liðinu, Nar­fi, Sleipn­ir, Loki. Hann var geðveik­ur. Svo við töl­um bara ís­lensku. Svei mér ef Kvaðning er ekki kom­in í hóp bestu málm­verka sem ég hef heyrt um dag­ana. Nú­tímaklass­ík.

Ekki brugðust gest­irn­ir. Eng­inn (þ)rass sat kyrr þegar Addi í Sól­stöf­um, einn besti sviðsmaður lands­ins, birt­ist skyndi­lega eins og ridd­ari frá miðöld­um. Eft­ir að hafa kveðist á við Björg­vin um stund vék hann af velli og „hæ-fævaði“ eina stelp­una í skóla­kórn­um á leiðinni út. Þá leið mér eins og ég væri stadd­ur í ljósa­skipt­un­um.

Allt er greini­lega leyfi­legt á öld­um skálms­ins.

Málmdrottn­ing­in sjálf, Edda Te­geder, var engu síðri. Magnað að fylgj­ast með eft­ir­vænt­ing­unni í saln­um þegar Hel var tónuð niður og hyllti und­ir inn­komu Eddu. „Hvar er hún?“, „hvenær kem­ur hún?“ All­ir vissu hvað var í vænd­um. Það var engu lík­ara en James Het­field eða Max Ca­val­era væru á svæðinu.

Ekki skal gert upp á milli þeirra Skálmeld­inga en Bald­ur og Jón Geir fá prik fyr­ir að mæta ber­ir að ofan á svið. Ekki all­ir sem „púlla“ það með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Ætli það hafi verið ástæðan fyr­ir öll­um kon­un­um í saln­um? Man ekki annað eins á málm­tón­leik­um. Ráðsett­ar hús­mæður og húðflúraðar goþgell­ur í bland.

Sú var tíðin að Ei­rík­ur Hauks­son hrakt­ist úr landi til að syngja þung­arokk. Það þarf varla nokk­ur maður að gera leng­ur. Þökk sé Skálmöld. Hún hef­ur ekki aðeins kynt bál í göml­um málm­hjört­um held­ur gert hálfa þjóðina að þung­arokk­ur­um. Er það vel.

Sigrún Eðvalds­dótt­ir ræddi um það á síðum þessa blaðs fyr­ir helgi að hún væri orðin aðdá­andi og reiðubú­in að ferðast um heim­inn með Skálmöld. Mögu­lega sagt í hálf­kær­ingi. En hver veit? Gjörn­ing­ur­inn í Eld­borg var alltént tón­list­ar­viðburður á heims­mæli­kv­arða. Boðleg­ur hvar sem er.

Ævin­týri þessa kostu­lega „kaffi­klúbbs“, eins og Skálmeld­ing­ar lýsa sér sjálf­ir, er löngu orðið stjórn­laust. Hver veit hvað ger­ist næst? Lát­um þetta þó duga í bili og ljúk­um þess­um pistli (hér um bil) eins og við hóf­um hann.

Svo er annað búið: Tón­leik­ar með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og helþétt­um kór í kjaft­fullri Eld­borg. Það VAR málm­messa ára­tug­ar­ins!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell