Það er gott að lykta illa

Ungur maður heldur fyrir nefið vegna vondrar lyktar, maðurinn var …
Ungur maður heldur fyrir nefið vegna vondrar lyktar, maðurinn var þó ekki þátttakandi í rannsókninni. bubblews.com

Flest­ir eru lík­lega sam­mála um það að betra sé að um­gang­ast ein­stak­linga sem lykta vel held­ur en þá sem fnyk­ur er af. Það ætti því að koma mörg­um á óvart að sam­kvæmt nýrri belg­ískri rann­sókn get­ur óþefur haft ýmsa kosti í för með sér. Rann­sókn­in var gerð við KU Leu­ven-há­skól­ann í Belg­íu og leiddi í ljós að þeir sem lykta illa finna al­mennt fyr­ir meiri vin­semd og samúð sam­borg­ara sinna held­ur en þeir sem ekki er fnyk­ur af. Ástæðan er ein­fald­lega sú að fólk vor­kenn­ir hinum illa lykt­andi og finn­ur af ein­hverj­um ástæðum til með þeim.

Í rann­sókn­inni áttu þátt­tak­end­ur m.a. að lykta af tveim­ur gerðum bola, ann­ars veg­ar bol­um sem lyktuðu af svita, bjór og táfýlu og hins veg­ar nýþvegn­um bol­um. Þeir áttu síðan að ímynda sér hvernig eig­andi bols­ins væri byggt á lykt­inni, en í til­fell­um þeirra illa lykt­andi komu gjarn­an fram til­finn­ing­ar eins og samúð og vorkunn. Einnig var þátt­tak­end­um út­hlutað gjafa­kort­um í kvik­mynda­hús sem þeir áttu að gefa ókunn­ugu fólki í kring­um sig, en nán­ast all­ir gáfu frek­ar illa þefj­andi sam­borg­ara kort held­ur en snyrti­leg­um.

Af þessu leiðir að ekki er öll nótt úti fyr­ir skunka í manns­líki, og Smelly Kelly í lag­inu hér að neðan á enn mögu­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Eitthvað verður á vegi þínum þegar þú áttir síst von á því. Umhyggja þín fyrir sjálfum þér gefur þér sjálfstraust. Sýndu öðrum þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Eitthvað verður á vegi þínum þegar þú áttir síst von á því. Umhyggja þín fyrir sjálfum þér gefur þér sjálfstraust. Sýndu öðrum þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant