Everest-stjörnur í ógöngum

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Leikararnir Jake Gyllenhaal og Josh Brolin villtust á dögunum í fjalllendi í Kaliforníu, en þeir undirbúa sig nú af miklu kappi fyrir tökur kvikmyndar Baltasar Kormáks, Everest. Ungir skátar komu þeim til bjargar.

Þeir voru á fjallgöngu í Santa Monica fjallgarðinum og hófst ferðin í Malibu-gljúfri, sem er fyrir vestan Los Angeles. Til stóð að þeir fylgdu merktum stíg, en þegar þeir komu að klettabelti vildi Gyllenhall ólmur klífa það. Þegar kom síðan að því að halda niður villtust þeir. 

Frá þessu er greint í bandaríska tímaritinu National Enquirer.

Þar segir að þegar þar var komið sögu hafi verið orðið nokkuð dimmt og kalt í veðri og ekki bætti úr skák að á þessum slóðum hafast við ýmis villt dýr, fjallaljón, sléttuúlfar og eitursnákar. Flokkur drengjaskáta kom þeim til bjargar og fylgdi þeim niður af fjallinu. 

Myndin fjallar um Scott Fisher og Rob Hall, sem lentu í ofsaveðri þegar þeir voru að reyna að klífa Everest. Átta létu lífið í leiðangrinum og er myndin byggð á metsölubókinni Into Thin Air. Tökur á myndinni hefjast síðar í mánuðinum.

Josh Brolin.
Josh Brolin. AFP
Jake Gyllenhaal.
Jake Gyllenhaal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson