Bandaríkjamaðurinn Jake Yaba eyddi rúmum þremur mánuðum, eða 100 dögum í Kína þar sem hann var í skiptinámi.
Yaba eyddi frítíma sínum í nokkuð óhefðbundna iðju en á hverjum degi tók hann upp myndskeið af sér að dansa við lag Bruno Mars, Treasure. Notaði Yaba þrífót til þess að taka sig upp við dansinn. Á meðan dvöl hans í Kína stóð ferðaðist hann mikið og sýnir því myndbandið, sem Yaba hefur nú sett saman af öllum myndskeiðunum, mörg mismunandi landsvæði og borgir í Kína.
Óhætt er að segja að hreyfingar Yaba við lag Mars séu vægast sagt magnaðar.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Monitor mælir með því að fólk æfi þessar ótrúlegu hreyfingar heima og sýni svo á skemmtistöðum bæjarins um helgina.