Fæddist með tvö typpi

Flestir karlmenn eru ánægðir með tilvist typpis síns. Sumir jafnvel skíra typpin sín og spjalla við þau reglulega. En hvernig væri að hafa tvö?

Maður sem fæddist með tvö typpi sat fyrir svörum á heimasíðunni Reddit á dögunum og sendi inn myndir af kynfærum sínum til að sanna tilvist þeirra. Maðurinn sem kallar sig „DoubleDickDude“ fæddist með einkennið diphallia sem veldur því að hann er með tvö kynfæri.

Samkvæmt manninum eru bæði typpin jafnlöng, eða um 15 cm.

Maðurinn segist vera tvíkynhneigður og í sambandi við karl og konu. Samkvæmt manninum voru karlinn og konan par áður fyrr.

„Hún er gagnkynhneigð og hann er tvíkynhneigður. Eftir að hafa þekkt mig í fjóra mánuði, komust þau að því að ég er með tvö typpi og þá urðum við par.“

Þrátt fyrir að vera þakklátur fyrir það sem hann á er það ekki alltaf dans á rósum að vera með tvö typpi. Á unglingsárunum þurfti hann að fara í sérstaka aðgerð til að laga þvagrás hans. Jafnframt gengur hann yfirleitt ekki í nærbuxum og kemur það fyrir að saumarnir á buxum hans meiða typpin tvö.

Samkvæmt „DoubleDickDude“ er alltaf sérstakt að sýna fólki typpin sín.

„Sumir neita að trúa að þetta sé alvöru. Aðrir fríka út, en flestir eru frekar forvitnir. Konur verða oftast stressaðar og sumar hætta við að sofa hjá mér. Hinsvegar hef ég aldrei lent í því að karlmaður hætti við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar