Ungt par, 16 ára piltur og stúlka, sem struku úr einum dýrasta og virtasta heimavistarskóla Bretlands fyrir viku fundust í góðu yfirlæti í Dóminíska lýðveldinu.
Parið, Edward Bunyan og Indira Gainiyeva, tóku leigubíl frá Stonyhurst-skólanum sem í Lancaserskíri á Englandi 13. janúar, og beint út á flugvöll þaðan sem þau flugu á vit ævintýra.
Þeirra var leitað í nokkra daga og samkvæmt frétt BBC leyndust þau fyrir lögreglu.
Nú er verið að skipuleggja heimferð þeirra og sagði talsmaður lögreglunnar í Lancasterskíri að þau myndu fá orð í eyra frá lögreglu við heimkomuna.
Stonyhurst-skólinn var stofnaður árið 1593 og hefur löngum verið talinn besti kaþólski heimavistarskóli landsins. Vistin er ekki ókeypis, en önnin kostar þar rúmar 5,6 milljónir íslenskra króna. Í skólanum eru nemendur á aldrinum 13-18 ára víða að úr heiminum.