Struku úr einkaskóla til Dóminíska lýðveldisins

Stonyhurst skólinn er einn elsti og virtasti einkaskóli Bretlands.
Stonyhurst skólinn er einn elsti og virtasti einkaskóli Bretlands. www.stonyhurst.ac.uk

Ungt par, 16 ára piltur og stúlka, sem struku úr einum dýrasta og virtasta heimavistarskóla Bretlands fyrir viku fundust í góðu yfirlæti í Dóminíska lýðveldinu.

Parið, Edward Bunyan og Indira Gainiyeva, tóku leigubíl frá Stonyhurst-skólanum sem í Lancaserskíri á Englandi  13. janúar, og beint út á flugvöll þaðan sem þau flugu á vit ævintýra.

Þeirra var leitað í nokkra daga og samkvæmt frétt BBC leyndust þau fyrir lögreglu.

Nú er verið að skipuleggja heimferð þeirra og sagði talsmaður lögreglunnar í Lancasterskíri að þau myndu fá orð í eyra frá lögreglu við heimkomuna.

Stonyhurst-skólinn var stofnaður árið 1593 og hefur löngum verið talinn besti kaþólski heimavistarskóli landsins. Vistin er ekki ókeypis, en önnin kostar þar rúmar 5,6 milljónir íslenskra króna. Í skólanum eru nemendur á aldrinum 13-18 ára víða að úr heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir