Ekkert eins og Blár Ópal

Hljómsveitin F.U.N.K.
Hljómsveitin F.U.N.K. Morgunblaðið/Golli

Pétur Finnbogason og Franz Ploder kannast margir við úr Bláum Ópal sem gerði það gott í Söngvakeppni Sjónvarpsins hér um árið. Nú eru þeir félagar mættir aftur til leiks með nýtt lag og nýja hljómsveit. Monitor tók Pétur tali spurði hann
út í Euro­vision-drauminn.

Hver er munurinn á Bláum Ópal og F.U.N.K.?
Við Franz stofnuðum ekki Bláan Ópal né réðum tónlistarstefnu hópsins líkt og hljómsveitin F.U.N.K. gerir í sameiningu. Blár Ópal stimplaði sig meira inn sem boyband með rappi heldur en að vera taktföst og grúví hljómsveit líkt og F.U.N.K. Í rauninni ætti ekki að líkja bandinu við Bláan Ópal. Það hefur lengi blundað í okkur Franz Ploder að búa til nýtt band og byggja það á algjörlega frá grunni þar sem maður hefur frjálsar hendur í hinum ýmsu verkefnum.

Fyrir hvað stendur skammstöfunin F.U.N.K.?
F.U.N.K. er mjög opið nafn því við skilgreinum það á margvíslega vegu en annars erum við Frekar Ungir Nettir Kettir.

Blár Ópal vann að mati áhorfenda síðast þegar þú tókst þátt en dómnefnd valdi lag Grétu Salóme og Jónsa, hvernig upplifun var það?
Frá mínu sjónarhorni þá var þetta ótrúleg upplifun. Eftir á að hyggja þá hugsar maður hvað við vorum nálægt því að stíga á svið í Bakú, Aserbaídsjan, en maður var mjög ánægður með annað sætið og að hafa komist svona langt.

Afhverju ákváðuð þið að taka þátt í forkeppninni að þessu sinni?
Það var ekki mikið í myndinni að taka aftur þátt í Söngvakeppninni fyrr en þegar við fréttum af því að RÚV seinkaði skilafrestinum þá vaknaði upp einhver spenna hjá manni, bara að prufa að senda inn og sjá hvað myndi gerast. Við vorum alveg á seinasta snúningi með þetta og kom það okkur frekar mikið á óvart að lagið okkar var valið.

Hér birtist aðeins brot úr viðtalinu við Pétur, lestu meira í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka