Sagði Sheen að halda kjafti

Leikarinn Ashton Kutcher.
Leikarinn Ashton Kutcher. mbl.is/AFP

Leikarinn Charlie Sheen hefur beðið leikarann Ashton Kutcher afsökunar á því að hafa talað illa um hann á twittersíðu sinni.

Sheen bað Kutcher afsökunar eftir að Kutcher sagði honum að halda kjafti í viðtali í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live.

Sheen hefur gagnrýnt leikhæfileika Kutchers opinberlega eftir að hann sjálfur var rekinn úr sjónvarpsþáttunum Two And A Half Men. Í spjallþætti Jimmys Kimmels gerði Kutcher öllum það ljóst að hann væri búinn að fá nóg af móðgunum í sinn garð.

„Gæti ég fengið mínútu til að segja eitt við Charlie Sheen? Gaur, haltu kjafti. Ég er búinn að fá nóg af þessu. Það eru liðin þrjú ár og þú ert enn að tala illa um mig á Twitter,“ sagði Ashton Kutcher.

Charlie Sheen virðist hafa fengið skilaboðin og skrifaði á Twitter: „Skilaboð Kutchers hafa verið móttekin, það er leiðinlegt að þú skulir hafa hljómað eins og ég. Flott hjá þér. Fyrirgefðu að ég skyldi láta reiði mína í garð annarra bitna á þér. Vonandi er allt í góðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg