Vilja bjarga Maríusi

Maríus bíður örlaga sinna.
Maríus bíður örlaga sinna.

Baráttumenn fyrir dýravernd í Danmörku reyna nú hvað þeir geta til að bjarga gíraffa sem til stendur að lóga á morgun. Þeir segja ákvörðun stjórnenda dýragarðsins í Kaupmannahöfn að fella dýrið villimannslega.

Gíraffinn heitir Maríus og er 18 mánaða og við góða heilsu. Nýjar reglur Evrópusambandsins, sem miða að því að koma í veg fyrir skyldleikaræktun, eru ástæða þess að til stendur að fella dýrið. Reynt hefur verið að finna Maríusi annað heimili en það hefur ekki tekist.

Stjórnendur dýragarðsins í Kaupmannahöfn hafa tilkynnt að Maríusi verði lógað á sunnudaginn. Hann verði skotinn með byssu.

Bengt Holst, sem er ábyrgur fyrir velferð dýra í garðinum, segist ekki skilja það uppnám sem hafi orðið út af gíraffanum Maríusi. Á hverju ári séu 700-800 dádýr felld norðan við Kaupmannahöfn, en það sé nauðsynlegt til að stjórna stærð stofnsins. Fáir hafi gert athugasemd við það.

Holst segir að þegar búið verði að fella Maríus standi til að gefa tígrisdýrunum í garðinum að éta kjötið af honum. Það sé engin ástæða til að farga góðu kjöti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir