Opið hús hjá New York Film Academy

Nemendur New York Film Academy að störfum

Nú ættu þeir sem hafa áhuga á því að læra leiklist og kvikmyndagerð að setja sig í stellingar en næsta þriðjudag verður kvikmynda- og leiklistarskólinn New York Film Academy með opið hús og prufur í Reykjavík.

„Það hefur verið aukinn áhugi frá Íslendingum undanfarið bæði í New York og Los Angeles,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem útskrifaðist með meistaragráðu í framleiðslu úr skólanum árið 2012 og vinnur ýmis verkefni á vegum skólans auk þess að vera sjálfstæður framleiðandi í Los Angeles. „Skólinn fagnar því enda ekkert nema frábært fólk að heiman hér í námi,“ bætir Ragnhildur við.

New York Film Academy var stofnaður fyrir 22 árum og hefur hann stækkað töluvert hratt á undanförnum árum. Til dæmis er nú til boða BFA, MA og MFA nám í skólanum í Los Angeles en einnig opnaði skólinn nýtt útibú í South Beach í Miami á Flórída fyrir stuttu.

.

Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson framleiðandi á tökustað hjá Universal Studios
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka