Ísland fyrirmynd spilsins Catan

Borðspilið Catan hefur komið út á rúmlega þrjátíu tungumálum.
Borðspilið Catan hefur komið út á rúmlega þrjátíu tungumálum. Af vef Wikipedia.

Margir spilaáhugamenn þekkja vel borðspilið Catan. Þar byggja þátttakendur bæi, leggja niður vegi og nema þannig land á eyjunni Catan. Bæirnir verða að borgum og verslun með hin ýmsu hráefni blómstrar. Ekki er ótakmarkað pláss fyrir byggðina og þá eru sumir staðir eyjunnar hagstæðari en aðrir. Það sem færri vita er að Ísland var að vissu leyti fyrirmynd spilsins.

Höfundur Catan er hinn þýski Klaus Teuber. Hann hefur búið til mörg spil en hann er þó þekktastur fyrir Catan. Teuber vann áður á tannlæknastofu en var ekki nógu ánægður með starfið. Hann ákvað því að segja upp störfum árið 1998 þegar hann taldi að tekjurnar af spilinu væru nægar til að sjá fyrir honum og fjölskyldu hans. Í dag er hann einn af fáum spilahöfundum í heiminum sem lifa aðeins af tekjunum sem koma inn vegna spila þeirra.

Teuber heillaðist af Íslendingasögunum rétt fyrir aldamótin síðustu og las margar þeirra. Hann er afar hrifinn af Íslandi og landnáminu og velti mikið fyrir sér hvernig það hefði verið að koma fyrstur að eyjunni í Atlantshafinu. „Eg vildi gjarnan komast að því,“ segir Teuber í samtali við The New Yorker. Hann vann að spilinu í fjögur ár og leyfði fjölskyldu sinni að prófa nokkrar útgáfur áður en spilið var loksins gefið út.

Borðspilið Catan hefur hlotið mörg verðlaun og var meðal annars kosið „Spil aldarinnar“ árið 2000. Það var fyrst gefið út í Þýskalandi 1995 en hefur nú náð miklum vinsældum víða um heim. „Mig grunaði aldrei að spilið myndi vekja svona mikla lukku,“ segir Teuber. Grunnspilið, Landnemar Catan, hefur nú verið gefið út á rúmlega þrjátíu tungumálum.

Umfjöllun The New Yorker.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar