„Ég þrái að vera heilalaus“

Blondie Bennet þráir að vera heimsk

Nú hefur sjónvarpsstöðin Barcroft TV gert þátt um hina 38 ára Blondie Bennet sem stefnir að því að breytast í Barbie-dúkku. Henni finnst þó ekki nóg að vera ljóshærð með stór brjóst og lítið mitti, heldur vill hún einnig verða „heilalaus“ rétt eins og dúkkan sjálf.

Samkvæmt Bennet notast hún við dáleiðslu til þess að lækka greindarvísitölu sína. 

„Ég vil bara vera alvöru Barbie. Ég þrái að vera heilalaus. Mér líkar ekki að vera manneskja, náttúrulegt er leiðinlegt. Ég vil vera alveg úr plasti,“ segir Bennet meðal annars í þættinum.

Bennet hefur gengist undir fjöldann allan af lýtaaðgerðum en fer tvisvar til þrisvar í dáleiðslu til þess að gera hugsanir sínar heimskulegri, og segir Bennet að það virki.

„Ég hef núna farið 20 sinnum og mér líður strax eins og ég sé vitlausari. Ég er alltaf rugluð.“ sagði Bennet í samtali við Daily Mail.

Þrátt fyrir að vera sjálf sátt við ákvörðun sína eru vinir og fjölskylda hennar á móti áætlun Bennet um að breytast í Barbie-dúkku.

Hér að neðan má sjá þátt Barcroft TV um Bennett.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar