Sex reglur klósettkurteisinnar

Þetta gæti þótt heldur óviðeigandi aðferð til þess að byrja pistil en ég þarf svo sárlega eitthvað til að dreifa huganum. Kæri lesandi, nú er ég búin að bíða í meira en 15 mínútur eftir að klósettið losni og ég sver að í mínu ástandi þá myndi ég láta mér holu úti í horni á tyrknesku fangelsi nægja mér. Ég er nú komin á það stig að ég sit á gólfinu með krosslagðar lappir og myndi gefa bæði annan handlegginn og augnhvítuna til þess að heyra þetta unaðslega hljóð þegar klósetti er sturtað niður.

 Mér varð hugsað til þess hvort að svona almenn klósett-kurteisi sé eitthvað sem ég hef ein tileinkað mér, og til þess að vera viss um að svo sé ekki hef ég ákveðið að birta fyrir lesendum klósett-biblíuna mína. Flestir gætu eflaust tileinkað sér eitt eða annað af þessum ágæta lista.

  1.  Það fyrsta og það allra mikilvægasta er að ef þú ert á almenningsklósetti eða klósetti í partýi eða einhverri fjöldasamkomu þá þarftu aldrei meira en fimm til tíu mínútur max! Sérstaklega ef einhver sýnir áhuga sinn á téðri klósettskál með því að taka í hurðarhúninn, þá hættirðu í Angry Birds, leggur frá þér símann og klárar. Ef það er ekki möguleiki í þínum aðstæðum ætla ég að benda þér á að leita þér læknis því þú gætir eflaust verið með eitthvað aðeins stíflað einhvers staðar og alls ekki hæfur til þess að koma út á meðal fólks.
  2.    Sértu í þeim aðstæðum að þú gætir ef til vill skilið eftir þig einhverja lykt taktu þá sápu og þvoðu þér með heitu vatni. Ekki aðeins þværðu þá á þér hendurnar heldur fyllirðu baðherbergið af aðeins skárri lykt í leiðinni, þetta er svo kallað „win-win situation“. Ef þú ert í heimahúsi gætirðu líka jafnvel litast um eftir einhvers konar „room aroma“ eða herbergisilm, margir hafa svoleiðis spreybrúsa einhvers staðar akkúrat fyrir þín tilvik.
  3.       Ef þú pissar út fyrir - þurrkaðu það þá upp! Ef þú hellir drykknum þínum á gólfið, þá þurrkarðu það vonandi upp. Ef þú hrindir einhverju um koll þá reisirðu það væntanlega við. Það sama gildir um þig og þína líkamsvessa, og þetta tekur ekki nema örfáar sekúndur. Strákar, ég er að tala við ykkur!
  4.       Ekki sturta neinu niður í klósettið nema klósettpappír og því sem þú skilaðir af þér. Það finnst engum gaman að losa stíflur. Þú getur losað úr vörinni í ruslið, sama gildir um allar þær vörur sem við dömurnar þurfum allreglulega að nota. Svo ekki sé talað um barnableiur og almennt rusl. Þetta er ekki ruslatunna - þetta er niðurfall úr klósetti, ekki það sama þótt almenn skoðun virðist vera önnur.
  5.       Ef þú ert að bíða eftir að baðherbergið losni, sýndu þá biðlund. Að banka á hurðina er einn sá allra mesti dónaskapur sem ég veit, sérstaklega ef þú þekkir ekki manneskjuna hinum megin við dyrnar. Bankaðu aðeins ef þú hefur virkilegar og einlægar áhyggjur af því að hinn aðilinn sé við dauðans dyr (ég gef því um hálftíma eða svo).
  6.       Og síðast en ekki síst, ef þú lendir einhvern tímann í því að vera að nota klósettið í einhverjum öðrum tilgangi en til er ætlast, sýndu þá fólki þá almennu kurteisi að losa það eins fljótt og auðið er ef einhverjum er greinilega mál og getur ekki lokið sínum viðskiptum neins staðar annars staðar. Klósett eru ekki góðir staðir fyrir áfengisdauða, sérstaklega ekki ef þú læstir á eftir þér. Baðkarið er ekki staður til að leggja sig þótt þú sért þreyttur. Stelputrúnó verða að láta sér eldhúsbúrið nægja.

Mér finnst þetta persónulega tiltölulega einfaldar reglur en stundum virðist þetta vefjast eitthvað fyrir fólki. Lykillinn að farsælum klósettferðum er gagnkvæm tillitsemi og hana má tryggja með þessum sex einföldu reglum klósettkurteisinnar. 

Hulda Hvönn
Hulda Hvönn Morgunblaðið/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup