Fullur kærasti á netinu

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Ómar Óskarsson

„Fréttin er semsagt sú að fyrir fimm árum síðan hafi ég átt kærasta sem var fullur á internetinu og sagði mjög ósmekklega hluti,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir á umræðusvæðinu Bland undir notendanafninu Nöttz. Þar kemur fram að hún afþakkaði að mæta í Kastljós til að ræða netofbeldi sem hún beitti tónlistarkonuna Hafdísi Huld.

Hildur setti inn færslu á Bland og birti í henni tölvupóst sem hún sendi Kastljósi í dag vegna umfjöllunarinnar. 

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í kvöld var tónlistarkonan Hafdís Huld í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar upplýsti hún um það að Hildur Lilliendahl hefði beitt hana netofbeldi í skjóli nafnleysis á vefsvæðinu Barnaland árið 2010. Meðal annars hefði verið ýjað að því að drepa ætti Hafdísi og alla þá sem líkaði tónlist hennar, henni ætti að nauðga með tjaldhæl og að hún væri þroskaskert.

Öll ummælin komu í gegnum notendanafnið Nöttz. Í Kastljósi viðurkenndi Hildur að hafa verið með umrætt notandanafn og að einhver ummælanna væru frá henni komin. Þau alvarlegustu væru hins vegar komin frá eiginmanni hennar sem einnig hefði haft aðgang að notandanafninu. Hún sagði þau afar miður sín yfir þessari háttsemi.

Hér á eftir fer tölvupóstur Hildar til Kastljóss, eins og hún birti hann á Bland í kvöld:

Sæll. Takk sömuleiðis fyrir spjallið og fyrir að hafa samband við mig um þetta.
Úff. Ég er búin að hugsa þetta fram og tilbaka.

Í umræðunni sem var tekin út ku „ég“ hafa spurt, í samhengi við Here comes the kónguló, hver væri til í að koma með mér út að drepa. Þegar einhver kom laginu til varnar sagðist ég þurfa að drepa viðkomandi líka í ferðalaginu mínu.

Eins og fram hefur komið eru þetta ummæli eftir Pál nokkurn Hilmarsson, sem var með aðgang að NöttZ sem hann notaði dálítið haustið 2009 meðan við vorum í fjarsambandi milli landa. Fréttin er semsagt sú að fyrir fimm árum síðan hafi ég átt kærasta sem var fullur á internetinu og sagði mjög ósmekklega hluti.

Palli bókstaflega getur ekki komið í sjónvarpsviðtal til að ræða þetta. Það er alveg ljóst og ég lái honum það ekki. Hann er búinn að biðja mig fyrirgefningar og það stendur ekki á honum að biðja alla aðra hlutaðeigandi fyrirgefningar.

Þá stendur eftir spurningin; er ég að fara í Kastljósið til að svara fyrir annarra manna framkomu? Ég eiginlega get það ekki heldur. Hér er þá frétt um að einhver Palli hafi verið fáviti á internetinu fyrir fimm árum. Það er ekkert dispute um að þetta hafi verið hann, ég get sýnt þér tölvupóst sem ég sendi vinkonu minni 2010 um að hann hafi verið að nota þennan aðgang á nákvæmlega þessu tímabili. Í þeim tölvupósti segir:

Hann stofnaði þessa umræðu fyrir mína hönd eftir að ég klaufaðist til að gefa honum passwordið mitt: 

http://er.is/messageboard/ messageboard.aspx?advid= 15222613&advtype=52&showAdvid= 15233890#m15233890

Þetta var á svipuðum tíma og NöttZ vildi fara í fóstureyðingu með herðatré og nauðga fólki með tjaldhælum. Allt hann.

Það liggur alveg fyrir að við viljum bæði Hafdísi allt hið besta, við öxlum algjörlega ábyrgð á þessu hvort fyrir sig og við viljum mjög gjarnan fá tækifæri til að biðja Hafdísi fyrirgefningar. En það er óþægilegt að þurfa að gera það á annarra manna forsendum eða á annarra manna vettvangi. Ef ég vil ekki koma í viðtal, hver er þá eiginlega fréttin?

Ég held að ég passi. Þú gerir auðvitað það sem þú vilt en mér finnst ansi langt seilst til að reyna að finna á mér einhvern höggstað þegar allar staðreyndir þessa máls liggja fyrir.

Bestu,
Hildur

Frétt mbl.is: „Og lætur kallinn taka skellinn“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir