„Og lætur kallinn taka skellinn“

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Ómar Óskarsson

Hörð viðbrögð hafa verið í ummælakerfum fjölmiðla vegna frétta Kastljóss Ríkisútvarpsins í kvöld um að baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hafi sjálf beitt netofbeldi á árum áður, í skjóli nafnleysis. Viðbrögðin voru eflaust viðbúin enda Hildur afar umdeild.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í kvöld var tónlistarkonan Hafdís Huld í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar upplýsti hún um það að Hildur Lilliendahl hefði beitt hana netofbeldi í skjóli nafnleysis á vefsvæðinu Barnaland árið 2010. Meðal annars hefði verið ýjað að því að drepa ætti Hafdísi og alla þá sem líkaði tónlist hennar, henni ætti að nauðga með tjaldhæl og að hún væri þroskaskert.

Öll ummælin komu í gegnum notendanafnið Nöttz. Í Kastljósi viðurkenndi Hildur að hafa verið með umrætt notendanafn og að einhver ummælanna væru frá henni komin. Þau alvarlegustu væru hins vegar komin frá eiginmanni hennar sem einnig hefði aðgang að notendanafninu. Hún sagði þau afar miður sín yfir þessari háttsemi.

Bubbi: „Skrímsli eru til“

Viðbrögðin við fréttinni hafa ekki látið á sér standa á þeim miðlum sem bjóða fólki upp á að skrifa athugasemdir við fréttir í gegnum Facebook. Ekki er hægt að hafa allar athugasemdir eftir, vegna orðfæris þeirra en mbl.is tók saman nokkur ummæli (Villur vorur ekki leiðréttar):

Hilmar Hafsteinsson
Kona sem hatar karla ... og konur!

Erna Ólafsdóttir
Og lætur kallinn taka skellinn. Ekkert mjög hissa ,því Hildi finnst lítið til karla koma. Nema til að drulla yfir og þá alla sem einn.

Þórlaug Alda Gunnarsdóttir
æjæjæj talandi um að skjóta sig svona hressilega í fótinn

Gunnar Ásgeirsson
Sök bítur sekann..kjánaleg afsökun og yfirklór.

Jon Ben
Hildur Hildur,Kennir svo kallræflinum um allt saman,hún verður nátturulega að halda andlitinu ekki viðurkenna neitt ofurfeministinn Hildur.Hafdís Huld ég stend með þér

Yngvi Högnason
Úps... kusk á varalokkinn?

Halldór Björnsson
Ég fylgdist með umræðunni á bland.is fyrir nokkrum árum og var það áberandi hvað nikkið Nöttz var mikill netsóði, búllí og illa innrætt. Það er langt síðan ég vissi að Nöttz og Hildur L eru eina og sama manneskjan og hef því aldrei skilið hvernig henni tókst að koma sér í eitthvað dómarasæti og setja mann og annan á þennan blessaða lista sinn. Lista sem hún hefur alltaf átt að vera sjálf á.

Bubbi Mortens
Hafdís Huld er dásamlega manneskja frábær söngkona frábær lagahöfundur frábær vinkona.Því miður þá laug mamma að mér þegar ég var lítill skrímsli eru til.

Skoða má fleiri ummæli um frétt Kastljós á fréttavef Vísis og fréttavef DV.

Hafdís Huld
Hafdís Huld
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir