Úlfurinn á Wall Street til Íslands

Jordan Belfort er væntanlegur til Íslands.
Jordan Belfort er væntanlegur til Íslands. talkbacker.com

Sölumaðurinn frægi Jordan Belfort, betur þekktur sem Úlfurinn á Wall Street, er væntanlegur til Íslands en hann verður gestur á söluráðstefnu í Hörpu 7. maí næstkomandi.

Iceland Events stendur fyrir ráðstefnunni, að því er segir í tilkynningu.

Ekki er langt síðan kvikmynd um kappann, The Wolf of Wall Street, var sýnd í kvikmyndahúsum landsins.

Í tilkynningu segir að Belfort verði með sölukennslu og þjálfun á tækninni Straight Line Sales & Persuasion.

Miðasala mun fara fram á midi.is og harpa.is og og hefst fljótlega. Einnig geta stórir hópar og fyrirtæki forpantað miða á jordanreykjavik@gmail.is.

Kvikmyndin The Wolf of Wall Street var frumsýnd í lok seinasta árs og hlaut hún afar góðar viðtökur. Hún er einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin.

Hér má sjá Jordan kynna sölutækni sína:

Hér má sjá stiklu úr The Wolf of Wall Street:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir