Komst loks á forsíðu Vogue

Kanye West og Kim Kardashian á forsíðu Vogue
Kanye West og Kim Kardashian á forsíðu Vogue Skjáskot af vef Vouge

Barátta tónlistarmannsins Kanyes Wests fyrir því að koma unnustu sinni Kim Kardashian á forsíðu Vogue bar loks árangur þar sem þau skötuhjú eru á forsíðu aprílblaðsins á mynd sem Annie Leibovitz tók.

Þau eru afar ánægð með myndina en þar sést West halda utan um Kardashian sem er í brúðarkjól. Hún skrifar á Twitter og Instagram að þetta sé eins og draumur sem verði að veruleika og West þakkar Vogue fyrir í færslu á Twitter.

West hefur sagt að hann telji að Kardashian eigi skilið að vera forsíðustúlka því í útvarpsviðtali í október sagði hann að það væri ekkert sem mælti gegn því að hún yrði á forsíðu Vogue. Hún hefði meiri áhrif en forsetafrúin Michelle Obama þegar kæmi að fatavali svo fátt eitt sé nefnt, samkvæmt frétt sem Fox birtir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir