Var álaginu um að kenna?

Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi. Goop

Ljóst er að al­menn­ing­ur vest­an hafs er felmtri sleg­inn yfir frétt­un­um að hjón­in Gwyneth Paltrow og Chris Mart­in ætli að skilja. Mik­il aðsókn var á síðu Paltrow eft­ir að til­kynn­ing um skilnaðinn var birt og á tíma­bili lá hún niðri vegna álags.

Paltrow og Mart­in hafa verið par frá ár­inu 2002 en þau gift­ust í fá­mennri at­höfn í des­em­ber 2003. Sam­an eiga þau tvö börn, Apple Blythe Al­i­son Mart­in og Moses Bruce Ant­hony Mart­in sem eru níu og sjö ára.

Kynni tók­ust með þeim Mart­in, 37 ára, og Paltrow, 41 árs, skömmu eft­ir and­lát föður Paltrow. Talið er að Mart­in hafi samið lagið Fix You um hana en Paltrow var mjög náin föður sín­um og tók and­lát hans afar nærri sér en Chris er sagður hafa aðstoðað hana í gegn­um þá erfiðleika. Parið flutti til Los Ang­eles á síðasta ári en fram að því höfðu þau haft fasta bú­setu í London.

Nán­ari en nokkru sinni fyrr

Í til­kynn­ingu frá Gwyneth Paltrow sem birt var á heimasíðu henn­ar Goop seg­ir:

„Við höf­um lagt hart að okk­ur und­an­farið ár. Stund­um sam­an og stund­um hvort í sínu lagi til þess að sjá hvaða mögu­leika við eig­um sam­an. Við höf­um kom­ist að þeirri niður­stöðu að betra sé að vera hvort í sínu lagi þrátt fyr­ir að við elsk­um hvort annað afar mikið. Við erum og verðum alltaf fjöl­skylda og á marg­an hátt erum við nán­ari en nokkru sinni fyrr. Við erum fyrst og fremst for­eldr­ar tveggja ynd­is­legra barna og þeirra vegna biðjum við um svig­rúm og að einka­líf okk­ar verði virt á þess­um erfiðu tím­um. Við höf­um alltaf haldið sam­bandi okk­ar fyr­ir utan sviðsljós fjöl­miðla og von­um að svo verði áfram.“

Til­kynn­ing­unni fylgdi einnig mynd af par­inu sem og ráð um hjóna­band, skilnað á and­legu nót­un­um frá tveim­ur lækn­um. Þar segja lækn­arn­ir Sa­deg­hi og Sami að skilnaðir séu erfiðir fyr­ir alla aðila.

Orðróm­ur um fram­hjá­hald

Lífið hef­ur ekki alltaf verið dans á rós­um hjá þeim hjón­um en há­vær orðróm­ur hef­ur verið um fram­hjá­hald. Í októ­ber síðastliðnum neydd­ist Paltrow til þess að neita sögu­sögn­um um fram­hjá­hald sitt með millj­óna­mær­ingn­um Jeff Sof­fer sem áður var kvænt­ur of­ur­fyr­ir­sæt­unni Elle Macp­her­son. Til stóð að birta ít­ar­lega grein um leik­kon­una í tíma­rit­inu Vanity Fair þar sem sam­band þeirra yrði dregið fram í dags­ljósið og var fyr­ir­huguð birt­ing grein­ar­inn­ar leik­kon­unni þvert um geð. Talsmaður leik­kon­unn­ar vísaði á bug öll­um sögu­sögn­um um þau og sagði þau ein­ung­is vera góða vini. Síðar þurfti hún einnig að vísa á bug ásök­un­um um fram­hjá­hald með lög­mann­in­um Kevin Yorn.

Árið 2011 sagði Paltrow í viðtali að þrátt fyr­ir að hún væri mjög róm­an­tísk í eðli sínu væri hún einnig raun­sæ­is­mann­eskja. „Lífið er bæði langt og flókið. Ég veit um fólk sem ég virði og lít upp til sem held­ur fram­hjá hvort öðru.“

Missti fóst­ur

Þá greindi hún einnig frá því í viðtali við tíma­ritið People að þau hefðu reynt að eign­ast þriðja barnið en hún misst fóst­ur þegar hún var langt geng­in með það. „Það var skelfi­leg reynsla. Það gerðist mjög óvænt og seint. Lengi vel átti ég erfitt með að skilja af hverju fóst­ur­miss­ir­inn átti sér stað. Ég hugsaði með mér: „Ég trúi ekki að ég sé ekki ólétt. Ég var kom­in yfir fyrsta þriðjung meðgöng­unn­ar og var í hug­an­um búin að koma fyr­ir þrem­ur bíl­stól­um í bíl­inn. Enn þann dag í dag finn ég til saknaðar. En þetta átti ekki að verða og maður verður að treysta æðri mátt­ar­völd­um. Þá áttaði ég mig á hversu lán­söm ég er að eiga tvö heil­brigð börn,“ sagði Paltrow.

Í ljósi þess­ara upp­lýs­inga hafa er­lend­ir fjöl­miðlar spurt sig hvort sam­band þeirra hafi staðist álagið að und­an­förnu. 

Hvernig verður skilnaðinum háttað?

Þá er spurn­ing hvernig auðæfum þeirra verður skipt en sam­an eru þau tal­in eiga um 147 millj­ón­ir doll­ara. Auk þess gæti verið erfitt fyr­ir þau að kom­ast að sam­komu­lagi um for­ræði barn­anna en Mart­in er sagður vilja flytja aft­ur til Bret­lands þegar skóla­ár­inu lýk­ur.

Fer­ill Paltrow ekki í sömu hæðum og áður

Paltrow var áður trú­lofuð leik­ar­an­um Brad Pitt auk þess sem hún átti í ástar­sam­bandi við Ben Aff­leck. For­eldr­ar Paltrow eru Bruce Paltrow, kvik­mynda­fram­leiðandi og leik­stjóri, og Blythe Danner leik­kona. Paltrow hef­ur átt far­sæl­an kvik­mynda­fer­il en hún lék til dæm­is í Emmu sem byggð var á sögu Jane Aust­in og hlaut mikið lof fyr­ir. Hápunkt­ur fer­ils henn­ar fram að þessu var þegar hún hreppti ósk­ar­sverðlaun sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki í mynd­inni Shakespeare In Love. Paltrow hef­ur haft í nógu að snú­ast upp á síðkastið þó svo að frami henn­ar hafi ekki náð fyrri hæðum. Hún hef­ur átt góða spretti í of­ur­hetju­mynd­un­um Iron Man auk þess sem hún hef­ur gefið út mat­reiðslu­bæk­ur.

Þetta verður hins veg­ar anna­samt ár hjá Mart­in þar sem Coldplay stefn­ir á út­gáfu sjöttu breiðskífu sinn­ar í maí sem mun bera nafnið Ghost Stories.

Gwyneth Paltrow ásamt foreldrum sínum Bruce Paltrow og Blythe Danner.
Gwyneth Paltrow ásamt for­eldr­um sín­um Bruce Paltrow og Blythe Danner. Jeff Vespa
Paltrow hlaut óskarinn 1999 fyrir Shakespeare In Love.
Paltrow hlaut ósk­ar­inn 1999 fyr­ir Shakespeare In Love. BLA­KE SELL
Gwyneth Paltrow og Chris Martin eiga saman tvö börn.
Gwyneth Paltrow og Chris Mart­in eiga sam­an tvö börn.
Paltrow leggur mikið upp úr heilsusamlegum lífstíl og hefur gefið …
Paltrow legg­ur mikið upp úr heilsu­sam­leg­um lífstíl og hef­ur gefið út nokkr­ar mat­reiðslu­bæk­ur. Ja­son Mer­ritt
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir