Leikkonan Cameron Diaz dáist að vinkonu sinni Gwyneth Paltrow fyrir að hafa tekið ákvörðun um að skilja við eiginmann sinn Chris Martin á þann hátt sem þau gera. Þau hafi bæði gert sitt til þess að reyna að bjarga hjónabandinu án árangurs.
Í viðtali við E segir Diaz að vinir hennar séu dásamlegt fólk sem þyki mjög vænt hvoru um annað en vilji þrátt fyrir það ekki búa lengur saman. Samband þeirra sem foreldrar er gott og þau eru vinir, segir Diaz, sem er besta vinkona Paltrow. Hún gagnrýnir þá sem reyni að finna eitthvað slæmt gagnvart Paltrow og Martin sem geti skýrt skilnaðinn og harðneitar orðrómi um að enn sé spenna á milli þeirra. Byggist sá orðrómur á ákvörðun þeirra að fara saman til Bahamaeyja í frí með börnin.