Hvað varð um ljótu fermingarmyndirnar?

- Það eina sem ég sé eru ungar, fallegar konur …
- Það eina sem ég sé eru ungar, fallegar konur sem vita algerlega hvar þær eru í lífinu. www.jonpall.com/

Monitorpenninn Hulda Hvönn Kristinsdóttir veltir því fyrir sér af hverju fermingarbörn eru ekki eins hallærisleg og þegar hún fermdist sjálf.

Af hverju fermist fólk 14 ára? Muniði hvernig það var að vera 14? Ég get sagt ykkur mína upplifun á þessum erfiða aldri. Þú ert mitt á milli þess að vera krakki og táningur, ert kominn á alveg nýtt mótþróaskeið og vilt skapa þér þinn eigin karakter, sem ég gerði með því að mynda mér undarlegar tískuskoðanir og fannst t.a.m. ekkert svalara heldur en að klippa á mig topp, fá mér bleikar strípur, ganga í útvíðum gallabuxum með ásaumuðu safarí-munstri (regntré, gíraffar, fílar o.fl.), ganga í ofurlitríkum stuttermabolum með pop-kúltúr-skírskotunum sem ég var á mörkunum að skilja og þau fáu skipti sem ég notaði farða þá var það sjaldnast til þess að bæta, þá frekar í hina áttina.

Með þetta í huga er mér það dulin ráðgáta af hverju fólki er gert það, og það í raun sannfært um að það sé góð hugmynd að stinga því í sviðsljósið, senda það í myndatöku, láta það velja sér föt o.s.frv. því óguðminngóður þá er þetta ekki aldurinn sem þú vilt eiga staðfestan og skjalfestan á ljósmyndapappír sem, að öllum líkindum, hangir uppi í stofunni hjá mömmu og pabba, ömmu og afa og jafnvel fleiri nánum ættingjum. Þetta var að minnsta kosti mín upplifun á fermingaraldrinum og ég glugga sjaldan í fermingarmyndirnar, nema mig bráðvanti eitthvað til að brosa yfir.

Ég var því, um stund, á þeirri skoðun að það þyrfti að færa fermingaraldurinn um a.m.k. tvö ár aftur, ef ekki fjögur! 16-18 ára aldurinn er að vísu ruglandi og framandi en þú ert yfirleitt aðeins betur staddur en þegar þú varst 14 ára, eða það var í það minnsta mín upplifun. Samfélagið virðist ekki hafa verið á alveg sama máli. Lausnin þeirra virðist frekar hafa verið að færa 16 ára aldurinn tveimur árum aftur. Þegar ég held að ég sé að horfa á manneskju á aldrinum 16-18 ára þá er mér oftast tilkynnt að þarna standi fermingarbarn þessa árs.

Hvað varð um hallærislega, vandræðalega fermingarbarnið sem ég kynntist svo náið í minni eigin fermingu? Þegar ég hef séð fermingarmyndir upp á síðkastið finnst mér vanta allan gamla, góða hallærisleikann. Hvar eru ljótu bómullarkjólarnir? Hvar eru ermarnar? Hvar eru kvartleggingsin og ballerínuskórnir? Það eina sem ég sé eru ungar, fallegar konur sem vita algerlega hvar þær eru í lífinu og virðast ekki nálægt þeirri tilvistarkreppu sem ég glímdi við sem 14 ára unglingur.

Satt að segja held ég að ég myndi ekki vilja standa við hliðina á sumum þessara stelpna svo ég fengi ekki minnimáttarkennd því sannleikurinn er að ég er orðin tvítug og finn að jafnvel enn í dag er ég að takast á við óvissuna um hver ég er og hvað ég ætla að gera. Auglýsingar fyrir fermingarföt sýna ekki lengur eitthvert vandræðalegt millibilsástand heldur elegant kjóla, pils og jakkaföt, himinháa hæla, rándýran farða, fallegar og sígildar hárgreiðslur. Eru unglingar í dag með lífið á hreinu? Er tískuvitundin, sjálfsvitundin, meðvitundin og allar þessar vitundir komnar á hreint miklu fyrr hjá komandi kynslóðum en þær voru hjá mér og mínum forverum?

Kæra fólk, spurningin er einföld, hvað varð um ljótu fermingarmyndirnar?

Ein af fermingarmyndum Huldu Hvannar.
Ein af fermingarmyndum Huldu Hvannar.
- Hvað varð um hallærislega, vandræðalega fermingarbarnið sem ég kynntist …
- Hvað varð um hallærislega, vandræðalega fermingarbarnið sem ég kynntist svo náið í minni eigin fermingu?
-Auglýsingar fyrir fermingarföt sýna ekki lengur einhvert vandræðalegt millibilsástand
-Auglýsingar fyrir fermingarföt sýna ekki lengur einhvert vandræðalegt millibilsástand www.jonpall.com/
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir