Kosningaaldurinn verður að lækka

Unglingar láta í sér heyra.
Unglingar láta í sér heyra. Morgunblaðið/Kristinn

Þau Þór­dís Ívars­dótt­ir, Skúli Haf­steinn Magnús­son og Björn Grét­ar Bald­urs­son eru nem­end­ur í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði við Há­skóla Íslands en þau telja rétt að lækka kosn­inga­ald­ur í 16 ár.

Hvenær má ég kjósa?

Við ákveðinn ald­ur er börn­um ít­rekað sagt að þau séu orðin full­orðin og nógu þroskuð til að tak­ast á við ákveðna hluti í þeirra lífi en þegar kem­ur að því að taka ákv­arðanir sem tengj­ast þeim eru þau ekki nægi­lega full­orðin til þess að hafa eitt­hvað um þau mál að segja.

Ung­ling­ur­inn er barn þegar þeim full­orðnu þókn­ast og full­orðinn þegar það hent­ar. Full­orðna fólkið verður að hafa sam­ræmi á milli þess sem það seg­ir við ung­ling­inn og muna að við erum alltaf fyr­ir­mynd­ir fyr­ir þeim svo við þurf­um að passa það sem við ger­um og segj­um. Full­orðið fólk gleym­ir oft að setja sig í spor ung­linga og sjá hlut­ina aðeins út frá sínu eig­in sjón­ar­horni. Það gleym­ir því að ung­ling­arn­ir hafa oft aðrar hug­mynd­ir sem eru ekk­ert verri og eru líka með aðrar leiðir að hlut­un­um sem full­orðna fólkið sér ekki.

Við verðum líka að muna að það er eitt að læra um lýðræði í form­legri kennslu, til dæm­is inni í skóla­stofu, en það er annað mál að taka virk­an þátt í beinni lýðræðis­vinnu og sjá hvernig lýðræði virk­ar í raun með því að taka þátt. Á þess­um grund­velli læra þau að virða skoðanir annarra og taka til­lit til þess að það hafa ekki all­ir sömu hug­mynd­ir og þau. Ung­ling­an­ir læra að taka þátt í virkri umræðu um mál­efni og setja fram rök fyr­ir sín­um skoðunum. Það geng­ur ekki fyr­ir okk­ur sem full­orðna ein­stak­linga að tala við ung­ling­ana um að virða skoðanir og hug­mynd­ir annarra ef við tök­um ekki mark á þeirra skoðunum og tök­um þær ekki til greina.

Til þess að radd­ir ung­linga kom­ist að verður kosn­inga­ald­ur­inn að lækka niður í 16 ár. Þá verða stjórn­mála­menn að taka meira til­lit til þarfa og vilja unga fólks­ins og verða þar af leiðandi að koma með úr­lausn­ir og hug­mynd­ir um það hvað þeir ætla að gera fyr­ir ung­ling­ana, ætla má að þá muni skap­ast meiri áhugi fyr­ir póli­tík meðal ungs fólks. Börn og ung­ling­ar hafa miklu meira aðgengi að upp­lýs­ing­um í dag en þær kyn­slóðir sem á und­an voru. Þau eru meðvituð um hvað þau vilja og þau hafa oft sterk­ar skoðanir á hlut­un­um og góðar hug­mynd­ir um hvernig á að fram­kvæma þær. Mik­il­vægt er að virkja unga fólkið í lýðræðis­leg­um vinnu­brögðum og leyfa rödd og hug­mynd­um þeirra að skína.

Þórdís Ívarsdóttir, Skúli Hafsteinn Magnússon og Björn Grétar Baldursson
Þór­dís Ívars­dótt­ir, Skúli Haf­steinn Magnús­son og Björn Grét­ar Bald­urs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir