Nigellu Lawson meinað að fljúga til Bandaríkjanna

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson.
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson. mbl.is/AFP

Sjón­varp­s­kokkn­um Nig­ellu Law­son var meinað að fljúga til Banda­ríkj­anna á dög­un­um þar sem að hún viður­kenndi í rétt­ar­höld­un­um í nóv­em­ber að hafa tekið inn eit­ur­lyf eins og greint var frá á mbl.is á sín­um tíma.

Law­son fór til Heathrow-flug­vall­ar á sunnu­dags­morg­un þar sem hún ætlaði að fjúga til Los Ang­eles með breska flug­fé­lag­inu Brit­ish Airways. Sam­kvæmt heim­ild­um HELLO! var Law­son búin að skrá sig í flugið og var kom­in í gegn­um ör­ygg­is­hliðið er henni var sagt að hún fengi ekki að fara um borð í vél­inni.

„Hún virt­ist ekki segja mikið, en hún var ekki ánægð. Henni var bannað að fara um borð í vél­ina svo að hún neydd­ist til þess að snúa við,“ sagði heim­ild­armaður Daily Mail.

Sjón­varp­s­kokk­ur­inn var á leið til Los Ang­eles til þess að dæma í mat­reiðsluþætt­in­um The Taste, en komst ekki þar sem að hún hafði viður­kennt að hafa tekið inn eit­ur­lyf nokkr­um sinn­um, í rétt­ar­höld­un­um í nóv­em­ber.

Dag­inn fyr­ir ferðalagið hafði Nig­ella Law­son birt mynd af sér á Twitter þar sem hún lýs­ir ánægju sinni á því að hún væri á leið til Banda­ríkj­anna. „Er að pakka fyr­ir ferðalagið!“ skrifaði hún und­ir mynd­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka