Nigellu Lawson meinað að fljúga til Bandaríkjanna

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson.
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson. mbl.is/AFP

Sjónvarpskokknum Nigellu Lawson var meinað að fljúga til Bandaríkjanna á dögunum þar sem að hún viðurkenndi í réttarhöldunum í nóvember að hafa tekið inn eiturlyf eins og greint var frá á mbl.is á sínum tíma.

Lawson fór til Heathrow-flugvallar á sunnudagsmorgun þar sem hún ætlaði að fjúga til Los Angeles með breska flugfélaginu British Airways. Samkvæmt heimildum HELLO! var Lawson búin að skrá sig í flugið og var komin í gegnum öryggishliðið er henni var sagt að hún fengi ekki að fara um borð í vélinni.

„Hún virtist ekki segja mikið, en hún var ekki ánægð. Henni var bannað að fara um borð í vélina svo að hún neyddist til þess að snúa við,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

Sjónvarpskokkurinn var á leið til Los Angeles til þess að dæma í matreiðsluþættinum The Taste, en komst ekki þar sem að hún hafði viðurkennt að hafa tekið inn eiturlyf nokkrum sinnum, í réttarhöldunum í nóvember.

Daginn fyrir ferðalagið hafði Nigella Lawson birt mynd af sér á Twitter þar sem hún lýsir ánægju sinni á því að hún væri á leið til Bandaríkjanna. „Er að pakka fyrir ferðalagið!“ skrifaði hún undir myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir