Sara vann fyrir hönd Tækniskólans

Sara Pétursdóttir, sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í …
Sara Pétursdóttir, sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sara Pétursdóttir, sem keppti fyrir Tækniskólann, sigraði í kvöld í Söngkeppni framhaldsskólanna. Sara, sem er 17 ára, flutti lag Bobs Dylans „To Make You Feel My Love“ sem margir þekkja einnig í flutningi söngkonunnar Adele. Keppnin fór fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld og var hún sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Menntaskólinn í Kópavogi varð í öðru sæti og Verslunarskóli Íslands hafnaði í þriðja sæti. 

Sara var vitaskuld himinlifandi þegar dómnefnd hafði kveðið upp úrskurð sinn. „Ég bjóst engan veginn við þessu en er auðvitað rosalega ánægð,“ sagði hún við blaðamann Morgunblaðsins í Hofi. Kvaðst þó hafa verið örugg með flutninginn. „Það getur verið erfitt að túlka þetta lag en ég hef sungið það mjög lengi.“

Sara upplýsir að hún hafi formlega byrjað að læra söng í febrúar á þessu ári. „Þangað til lærði ég hjá pabba.“ Hún er dóttir Péturs Hrafnssonar söngvara og pabbinn, sem var auðvitað viðstaddur, var stoltur yfir frammistöðu dóttur sinnar. „Hún hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri,“ sagði hann. „Við erum með stúdíó heima og ég hef tekið upp söng með henni alveg frá því hún var átta eða níu ára.“

Fulltrúar 30 skóla reyndu með sér um miðjan dag og komust 12 í úrslit. Meðfylgjandi er syrpa með myndum frá úrslitakeppninni í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup