Mammút og Kaleo á þjóðhátíð

Frá setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal.
Frá setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal. mbl.is/GSH

Margir eru eflaust orðnir langeygir eftir sumrinu en þó svo að enn sé nokkuð í sól og sumaryl er undirbúningur fyrir stærstu hátíð sumarsins kominn nokkuð á veg.

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram dagana 1.-3.ágúst og í ár fagnar hátíðin 140 ára afmæli sínu. Í dag kynnti Þjóðhátíðarnefnd fyrstu tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni en það eru Mammút, Kaleo og Skítamórall. Skítamórall hefur marg oft heiðrað dalinn með nærveru sinni en þetta er í fyrsta skipti sem Mammút og Kaleo koma þar fram. Mammút sópaði til sín verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum og það sama gerði Kaleo á Hlustendaverðlaunum Bylgjunnar, FM957 og X-ins977. Skítamóralsmenn munu dusta rykið af gömlum töktum en þeir eiga einnig nýtt lag í spilun  sem þeir unnu með Loga Pedro úr Retro Stefson & Highlands.

Í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd segir að í tilefni 140 ára afmælisins verði dagskráin með glæsilegasta móti eins og landsmenn munu fá að sjá á næstu vikum. Forsala miða hefst mánudaginn 14. apríl á dalurinn.is en sala á farmiðum í Herjólf yfir þjóðhátíðarvikuna hefst sama dag kl. 9.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir