Quarashi á þjóðhátíð

Tónleikar Quarashi á Bestu hátíðinni
Tónleikar Quarashi á Bestu hátíðinni Baldur Orn Oskarsson

Hljómsveitin Quarashi hefur samþykkt að koma aftur saman fyrir eina tónleika í sumar. Sveiin mun spila á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og er þetta í fyrsta sinn sem Quarashi kemur fram á þjóðhátíð. 

Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum hefst mánudaginn 14.apríl inni á www.dalurinn.is 

Quarashi seldi, á átta ára ferli sínum, um 400 þúsund plötur á heimsvísu, hélt hundruð tónleika í fjórum heimsálfum auk þess að vinna og spila með þekktum listamönnum eins og Cypress Hill og Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum, að því er segir í tilkynningu.

„Á árunum 2000-2003 var sveitin á mála hjá Columbia Records og EMI Music í Bandaríkjunum. Frumraun þeirra á Bandaríkjamarkaði, Jinx, varð gríðarlega vinsæl eftir að lagið Stick Em Up fékk útgáfu þarlendis árið 2002. Myndband sveitarinnar við Stick Em Up var m.a. tilnefnt til MTV verðlaunanna sem besta myndbandið það árið. Sveitin eyddi lunganu af árunum 2000 - 2004 á tónleikaferðalagi um heiminn en mestum vinsældum áttu þeir að fagna í Bandaríkjunum og Japan þar sem þeir komu iðulega fram fyrir mörg þúsund manns.

Quarashi varð síðan fyrsta íslenska sveitin til þess að fylla Laugardalshöll með eigin tónleikum. Hún hætti svo störfum snemma árs 2005 eftir að platan Guerilla Disco hafði náð gulllplötu sölu á Íslandi og í Japan.

Allir fyrrum meginliðsmenn sveitarinnar munu taka þátt í endurkomunni undir styrkri stjórn upptökustjóra sveitarinnar, Sölva Blöndal, segir orðrétt í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar