Ætla að faðma gesti Smáralindar

Krakkar í æskulýðsfélaginu Kýros.
Krakkar í æskulýðsfélaginu Kýros.

Krakkar úr æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði munu á næstu dögum halda til höfuðborgarsvæðisins til að breiða út boðskap sinn. Þau standa að svonefndri Vinaviku á Vopnafirði og hyggjast með heimsókn sinni reyna að koma henni á víðar en í heimabyggð sinni.

„Tilgangur vinavikunnar er að minna á mikilvægi kærleika og vináttu. Þetta er því kynningarferð hjá okkur og við vonum að Vinavikan haldi áfram að stækka og breiða úr sér og á endanum verði hún haldin um allt land,“ segir í tilkynningu frá krökkunum en þau munu meðal annars syngja fyrir biskup Íslands á föstudag.

Sama dag verða krakkarnir í Smáralind þar sem þeir ætla að dreifa bæklingum og faðma gesti verslunarmiðstöðvarinnar. Heimsókninni lýkur svo á sunnudag þegar krakkarnir taka þátt í svokallaðri Vinamessu sem útvarpað verður á Rás 1.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach