Breska lögmannsstofan sem unnusta George Clooney, Amal Alamuddin, vinnur hjá, hefur staðfest þær fregnir að parið sé trúlofað. Samstarsfmenn Alamuddin segjast samgleðast henni og óska henni velfarnaðar.
Starfsmenn lögmannsstofunnar Doughty Street Chambers í London segjast „Himinlifandi“ yfir því að mannréttindalögfræðingurinn Alamuddin og Óskarsverðlaunaleikarinn Clooney hafi ákveðið að ganga í hjónaband.
„Allir starfsmenn Doughty Street Chambers færa þeim sínar bestu hamingjuóskir,“ segir í yfirlýsingu lögmannsstofunnar.
Alamuddin er 36 ára, er fædd í Líbanon. Hún hefur sérhæft sig í alþjóðalögum og mannréttindum. Hún gekk til liðs við Doughty Street Chambers árið 2010.
Forstjóri lögmannsstofunnar, Robin Jackson, segir: „Amal hefur reynst frábærlega frá því að hún hóf störf. Það birtir yfir öllu sem hún tekur þátt í, og ég samgleðst henni innilega.“
Meðal skjólstæðinga Alamuddin er Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu og Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Samstarfsmaður Alamuddin, Geoffrey Robertson, segir hana virta í sínu fagi. „Amal Alamuddin er eldklár og ástríðufullur verjandi mannréttinda sem hefur lagt mikið á sig til að bæta þau.“
Alamuddin og Clooney sáust fyrir saman opinberlega í október á síðasta ári. Þau hafa síðan farið saman t.d. til Tansaníu og Seychelles-eyja.
Clooney var giftur bandarísku leikkonunni Taliu Balsam í fjögur ár, 1989 til 1993.
Frétt mbl.is: Hver er kærasta Clooneys?