Unnusta leikarans George Clooney, breski lögfræðingurinn Amal Alamuddin, er mjög ólík þeim konum sem Clooney hefur verið að slá sér upp með í gegnum tíðina. Hún er ekki fyrirsæta, þjónustustúlka eða glímukappi. En hver er Amal Alamuddin?
Alamuddin, sem er 36 ára gömul, fæddist í Beirút, og hefur náð langt á ferli sínum sem lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðalögum og mannréttindum.
Samkvæmt heimildum The Mirror er Julian Assange, stofnandi Wikileaks, einn af kúnnum hennar.
Hún hefur einnig unnið sem ráðgjafi Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í átökunum í Sýrlandi, auk þess að vera ráðgjafi í notkun njósnavéla í aðgerðum gegn hryðjuverkum.
Ekki nóg með það heldur er hún einnig lögfræðilegur ráðgjafi Hamad konungs í Bahrain.
Það kemur ekki mikið á óvart að menntun hennar er jafn áhrifamikil og ferilsskrá hennar.
Amal Alamuddin útskrifaðist úr New York háskólanum í lögfræði auk þess sem hún stundaði nám í Oxford.
Hún er altalandi á frönsku og arabísku.
Það er ekki allt. Hún berst fyrir mannréttindum um allan heim og hefur meðal annars skrifað kafla og greinar um alþjóðleg lög, en hún ritstýrði einnig bókinni, The Law and Practice of the Special Tribunal for Lebanon.
Alamuddin var einnig kosin sem heitasti hæstaréttarlögmaður í Lundúnum á lögfræðiblogginu, Your Barrister Boyfriend.
HÉR má sjá grein um konurnar sem heillað hafa Clooney í gegnum tíðina.