Þoldi hún ekki athyglina?

Cressida Bonas og Harry prins

Síðan sambandsslit þeirra Harrys prins og Cressidu Bonas komst upp á yfirborðið í gær hefur mikil umræða skapast um samband þeirra og mögulegar ástæður fyrir endalokum þess. 

Samkvæmt heimildum The Telegraph hefur það alltaf verið erfitt fyrir Bonas að þola athyglina sem fylgdi því að vera með Harry og vera jafnframt hluti af bresku konungsfjölskyldunni. Segir The Telegraph að þetta hafi haft áhrif á sambandið allt frá upphafi þess en þau byrjuðu saman árið 2012.

Samkvæmt heimildarmanni The Telegraph hafi parið þó aðeins tekið hlé á sambandinu og er því vel líklegt að þau byrji aftur saman í náinni framtíð. Það er alls ekki óalgengt í bresku konungsfjölskyldunni en til dæmis tóku Vilhjálmur prins og Kate Middleton sér nokkurra mánuða hlé frá sambandi sínu árið 2007.

Vill einbeita sér að ferlinum

Náinn vinur parsins sagði jafnframt við fjölmiðla að sambandsslitin væru mjög sorgleg en þó gerð í mesta bróðerni og að Harry og Bonas verði áfram góðir vinir. „Sambandsslitin gefa Cressidu tækifæri til að einblína á framtíð sína og feril.“

Sú staðreynd að vinur parsins minnist á feril Bonas gefur í skyn að erfitt hafi verið fyrir hana að blanda saman hlutverki sínu sem kærastu prinsins og draumum sínum um að verða leikkona. Hafi hún aldrei sætt sig við það að hún þyrfti á endanum að velja á milli þess að starfa á sviði leikhúsanna og sambands síns með Harry. 

Í gær birtist Harry opinberlega á endurhæfingarstöð fyrir særða hermenn. Samkvæmt The Telegraph var Harry þar í góðu skapi og hló og gantaðist með hermönnunum.

Vangaveltur þess efnis að Harry myndi biðja Bonas um hönd hennar náðu hápunkti í seinasta mánuði þegar Bonas birtist með Harry á opinberum vettvangi í fyrsta skipti.

Samkvæmt heimildum The Telepgraph hafði þó Bonas stuttu áður sagt vinum sínum að hún væri ekki tilbúin til þess að giftast prinsinum. Sagði einn þessara vina að í hvert skipti sem fólk minntist á mögulegt hjónaband hennar og Harry segði hún alltaf að hún hefði ekki áhuga á því enn sem komið væri. 

Harry vill hjónaband

Heimildarmenn sem þekkja til í höllinni segja þó að ef Harry mætti ráða myndi hann giftast Bonas strax, og gefur það til kynna að það hafi verið Bonas sem ákvað að sambandið myndi fara í hlé. 

Sú staðreynd að parið hefur ekki sést opinberlega síðan í mars, þar sem öll heimsbyggðin fylgdist með, bendir til að þessi gífurlega athygli fjölmiðla hafi haft áhrif á ákvörðun Bonas. 

Ásamt því að hafa sett draum sinn um að leika á sviði á bið útaf sambandi sínu við Harry hefur Bonas einnig neitað vel borguðum störfum sem fyrirsæta. Samkvæmt heimildum hafði Bonas litið svo á að tískuheimurinn hafi aðeins haft áhuga á sér vegna tengingar hennar við konungsfjölskylduna og hafi hún þess vegna neitað tilboðunum. 

Á meðan allt lék í lyndi
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir