Liðsmenn Pollapönks stóðu sig með stakri prýði er þeir fluttu framlag Íslands í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld, en keppnin fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Nú bíða landsmenn spenntir eftir því að fá að heyra hvort Ísland verði á meðal þeirra 10 landa sem komast áfram í aðalkeppnina.
Keppnin hófst klukkan 19 að íslenskum tíma og voru Pollapönkararnir fimmtu á svið. Alls taka 16 þjóðir þátt í kvöld og mun niðurstaðan liggja fyrir um kl. 21 í kvöld.
Seinni undankeppnin fer fram á fimmtudag og sjálf aðalkeppnin fer fram á laugardag.
Pollapönk er á Facebook og Twitter.