Valhúsaskóli vann sinn riðil í undankeppni Skólahreysti. Skólinn náði bestum árangri allra skóla í dýfum og þriðja besta árangri í hreystigreip. Skólinn er að taka þátt í úrslitum keppninnar í annað skiptið en hefur tekið þátt í undankeppninni frá upphafi. Liðið ætlar sér stóra hluti í úrslitunum.
Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Valhúsaskóla, sem heldur úti, eins og margir skólar, Skólahreystisvaláfanga.
Keppendur Valhúsaskóla í ár eru Arndís Ásbjörnsdóttir, Bjarni Geir H Halldórsson, Karen Hilma Jónsdóttir og Ragnar Þór Snæland. Þrjú þeirra eru að taka þátt í Skólahreysti í fyrsta skipti en Arndís keppti einnig fyrir Valhúsaskóla í fyrra.
Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Bjarni Geir spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Ragnar Þór keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Karen Hilma keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Arndís tekur þátt í hraðaþrautinni.
Eflaust mun það hjálpa Arndísi í hraðaþrautinni að hafa hæft fimleika frá fimm ára aldri og einnig handknattleik og knattspyrnu til tíu ára aldurs. Við upphífingarnar og dýfum nýtur Bjarni Geir þess að æfa áhaldafimleika eins og Karen Hilma sem æfði fimleika frá fimm ára aldri en er nú aðstoðarþjálfari. Þá æfir Ragnar Þór handbolta og fótbolta.