Mæta til leiks með besta árangurinn

Mikil spenna ríkir í grunnskólum landsins en á föstudag kemur í ljós hvaða skóli vinnur í Skólahreysti. Telja verður Heiðarskóla ansi sigurstranglegan en hann mætir til leiks með besta árangur allra skóla í undanúrslitum. Í skólanum er mikil og sterk hefð fyrir Skólahreysti og vann hann árið 2010

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag.

Að þessu sinni kynnumst við liði Heiðarskóla. Hann hefur verið með frá upphafi og sjö sinnum komist í úrslitin. Í skólanum er Skólahreystivaláfangi sem hefst að hausti og er í tengslum við hann keppni innan skólans fyrir 8.-10. bekk. Þeir sem ná bestum árangri komast í liðið og þeir sem ná næstbestum árangri eru varamenn þeirra. Þá er einnig keppni fyrir 5.-7. bekk innan skólans í Skólahreysti.

Fyrir Heiðarskóla keppa í ár þau Andri Már Ingvarsson, Elma Rósný Arnarsdóttir, Arnór Elí Guðjónsson og Katla Rún Garðarsdóttir. Þrjú þeirra eru að keppa í fyrsta skipti en Andri Már tók einnig þátt í fyrra.

Ef marka má keppendur Heiðarskóla er Skólahreysti fjölskylduíþrótt. Systir Andra Más keppti þannig í skólahreysti fyrir þremur árum og tveir bræður Kötlu hafa einnig keppt í Skólahreysti, annar þeirra í fyrstu keppninni árið 2005 og hinn fyrir fjórum árum.

Í Skólahreysti skipta keppendur á milli sín keppnisgreinum. Þannig mun Andri Már keppa í upphífingum og dýfum á meðan Arnór Elí keppir í hraðaþrautinni. Þá mun Elma Rósný keppa í armbeygjum og hreystigreip á meðan Katla Rún keppir í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir