Myndin um Strauss-Kahn frumsýnd í Cannes

Kvikmynd um Dominique Strauss-Kahn, þar sem Gérard Depardieu fer með hlutverk fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 

Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýning hennar verður ekki hluti af opinberri dagskrá hátíðarinnar heldur verður hún sýnd á miðnætti á föstudag á einkaströnd. Myndin nefnist Welcome to New York og segir frá því þegar DSK er sakaður um nauðgun á hótelherbergi í New York fyrir þremur árum síðan.

Í kjölfarið hætti Strauss-Kahn sem framkvæmdastjóri AGS en á þessum tíma voru miklar væntingar gerðar til hans sem framtíðarleiðtoga franskra sósíalista í baráttunni um embætti forseta Frakklands.

Þrátt fyrir að fallið hafi verið frá ákærunni á hendur honum fyrir að hafa beitt þernu á hótelinu kynferðislegu ofbeldi er talið að hann eigi sér ekki uppreisn æru en hann hefur verið bendlaður við fleiri kynferðisbrot.

Samkomulag náðist við þernuna um að DSK greiddi henni bætur í stað þess að hún félli frá einkamáli sem hún höfðaði gegn honum.

Leikstjóri myndarinnar er bandarískur, Abel Ferrara, og er hún að mestu fjármögnuð þar í landi. Því telst myndin bandarísk þó svo að franska sé töluð í henni, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar