Reynslumikið lið Fellaskóla

Þrír af fjórum liðsmönnum Fellaskóla í Skólahreysti kepptu fyrir skólann í fyrra. Þá komst skólinn reyndar ekki í úrslit en liðið er reynslunni ríkara og tókst að koma Fellaskóla í úrslit Skólahreysti í fyrsta skipti. Reyndar nokkuð örugglega eftir að hafa unnið Austurlandsriðilinn.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Fellaskóla.

Lið Fellaskóla skipa þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir, Elías Jökull Elíasson og Hjálmar Óli Jóhannsson. Sá eini sem ekki hefur keppt áður í Skólahreysti er Hjálmar Óli sem raunar væri ekki gjaldgengur í fjölmennari skóla, en hann er í 8. bekk. Keppnin er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk en fámennir skólar fá undanþágu til að velja nemendur úr 8. bekk í liðið ef enginn er til að keppa í eldri bekkjunum.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Hjálmar Óli spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Elías Jökull keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Ásta Evlalía keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Þuríður Nótt tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir