Undirbúningur hefst snemma hjá Hvolsskóla

Hvolsskóli sem gerði sér lítið fyrir og vann Suðurlandsriðilinn í Skólahreysti keppir til úrslita í sjötta skiptið annað kvöld. Góður árangur undanfarinna ára byggist án efa á því að undirbúningur nemenda hefst strax í 7. bekk, og 7. og 8. bekkur fá alltaf að koma með í keppnina.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Hvolsskóla.

Í Hvolsskóla er sterk hefð fyrir Skólahreysti og mikil áhersla lögð á undirbúning strax í 7. bekk. Til dæmis fá nemendur í 7. og 8. bekk að prófa greinarnar þegar liðin eru að undirbúa sig, til þess að undirbúa þau fyrir komandi ár. Þetta hefur þótt virka mjög vel á krakkana og hvetur þau til að æfa.

Skólinn hefur tekið þátt öll árin og, eins og áður segir, komist í úrslit fimm sinnum. Í ár er liðið skipað þeim Kristjáni Páli Árnasyni, Vigdísi Árnadóttur, Birtu Rós Hlíðdal og Aroni Erni Þrastarsyni. Þrjú þeirra hafa ekki tekið þátt áður en Kristján Páll er reynslunni ríkari eftir þátttöku í fyrra. Þá ætti að koma liðinu til góða að Vigdís hefur ekki æft neitt annað en armbeygur og hreystigreipi að undanförnu. Spurning hverju það mun skila henni í úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir