Láta fámennið ekki stoppa sig

Þrátt fyrir fámenni hefur Grunnskólinn á Þingeyri ávallt sent lið í Skólahreysti. Skólanum tókst í fyrsta skipti í ár að komast í úrslit og verður á meðal þeirra tólf liða sem eigast viðí kvöld. Liðið skartar reynslumiklum keppendum sem allir hafa tekið þátt áður í Skólahreysti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll klukkan 19.40 í kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum í vikunni, og verður áfram fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Grunnskólans á Þingeyri.

Grunnskólinn á Þingeyri hafnaði í efsta sæti Vestfjarðariðilsins. Mögulega má þakka það reynslu keppenda skólans en öll hafa þau keppt áður í Skólahreysti. Tvö kepptu í fyrra, ein keppti 2012 og einn keppti í fyrra og 2012. Liðið er undir styrkri stjórn Gunnars Jónssonar sem bæði er íþróttakennari og skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri.

Liðið er skipað þeim Dýrleifu Örnu Ómarsdóttur, Sindra Þór Hafþórssyni, Nataliu Bronislawa Snorradóttur og Anton Lína Hreiðarssyni. 

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Anton Líni spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Sindri Þór keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Natalia Bronislawa keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Dýrleif Arna tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir