Fimmtán staðreyndir um húðflúr

1. Enska orðið „tattoo“ var fyrst ritað árið 1769 en það rekur orðsifjar sínar til hins pólónesíska nafnorðs „tatau“ sem þýðir „far gert í húð“.

2. Samuel O'Reilly fékk einkaleyfi fyrir fyrstu húðflúrunarvélinni árið 1891 en sú var byggð á prentvél sem Thomas Edison hafði fengið einkaleyfi fyrir 15 árum áður. 

3. Hér áður fyrr var algengt að sjómenn fengju sér húðflúr af svínum og hönum á fætur sér til að koma í veg fyrir drukknun. Hvorugt dýrið er synt en þau voru yfirleitt geymd í búrum sem flutu og lifðu því oft af sjóslys. 

4. Fornmaðurinn Ötzi sem fannst í Ölpunum er elsta múmía sem fundist hefur með húðflúr. Hann hafði fengið fimmtíu slík en þau voru gerð með því að rífa upp húðina og nudda kolum í hana.

5. Rómverski keisarinn Kalikúla tattúveraði fólk við hirð sína sér til skemmtunar. 

6. Kamamalu, drottning Havaí, var fyrsta manneskjan sem vitað er til að hafi fengið sér tungutattú en það gerði hún af sorg við andlát móður sinnar á þriðja áratug nítjándu aldar. 

7. Þegar þú færð þér húðflúr er húðin stungin 50 til 3.000 sinnum á mínútu. 

8. Í kjölfar lifrarbólgufaraldurs í New York var húðflúrun ólögleg þar milli 1961 og 1997. Húðflúrun var hinsvegar ólögleg í Oklahoma til 2006. 

9. Lucky Diamond Rich er húðflúraðasta manneskja heims en hann er með ljósara flúr ofan á dekkra flúr þar sem hann hafði ekki lengur neitt pláss á líkamanum fyrir ný flúr sem ekki var þegar þakið. 

10. Árið 2010 varð Kimberly Smith fyrsta manneskja heims til að fá sér húðflúr af auglýsingu en hún seldi Golden Palace Casino auglýsingu á ennið á sér til að greiða fyrir skólagjöld sonar síns.  

11. Árið 1955 voru Bandaríkjamenn hvattir til að fá sér tattú af blóðflokki sínum ef kalda stríðið skyldi hitna.

12. Árið 1999 setti Mattel „Butterfly Art Barbie“ á markað en með henni fylgdu tímabundin tattú. Dúkkan var fljótlega innkölluð vegna reiði foreldra sem töldu tattú ekki viðeigandi fylgihlut leikfangsins. 

13. Vændishús í Köln býður upp á fría þjónustu út ævina ef viðskiptavinir fá sér húðflúr af vörumerki þeirra. 

14. Svartur er sá litur í húðflúrum sem auðveldast er að fjarlægja.

15. Á Íslandi er óheimilt að flúra einstaklingi undir 18 ára aldri nema með skriflegu leyfi forráðamanns. Sömuleiðis má ekki flúra neinn sem er undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup