Ældi yfir myndinni um DSK

Það var handagangur í öskjunni þegar kvikmyndin Welcome to New York var frumsýnd í Cannes í gærkvöldi. Allir voru spenntir að sjá og heyra af kynlífshneyksli fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Dominique Strauss-Kahn.

Leikarinn Mickey Rourke var meðal þeirra sem mætti á frumsýninguna og var hann afar ánægður með myndina og segir hana bestu mynd leikstjórans Abel Ferrara hingað til. Gagnrýnandi Telegraph er hins vegar lítt hrifinn og gefur henni tvær stjörnur.

Gerard Depardieu fer með hlutverk Strauss-Kahn í myndinni og var hann mættur á frumsýninguna. Ekki sást til DKS en fyrrverandi eiginkona hans, Anne Sinclair, er greinilega búin að sjá myndina ef marka má umfjöllun hennar á frönsku útgáfunni af Huffington Post.

Þar segir Sinclair myndina viðbjóð og að hún hefði ælt yfir henni. Hún segist hins vegar ekki segja meira þar sem hún ætli ekki að gera framleiðendum myndarinnar það til geðs svo þeir geti höfðað mál gegn henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar