Ógleymanleg stund í Game of Thrones

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson mbl.is/Golli
 kvöld verður sjöundi þáttur nýjustu þáttaraðar Game of Thrones frumsýndur vestanhafs. Eins og Monitor greindi frá í vikunni verður þetta fyrsti þátturinn sem sýnir Hafþór Júlíus Björnsson í hlutverki Fjallsins eða „The Mountain“.

„Ég er bara mjög vel stemmdur,“ segir Hafþór Júlíus um frumsýningu þáttarins en hann viðurkennir þó að inni í honum takist á blendnar tilfinningar, bæði spenna og stress. „Maður veltir aðeins fyrir sér hvað fólki á eftir að finnast því margir eru spenntir fyrir þættinum.“

Það er ekki orðum aukið. Spennuna má glögglega sjá á aðdáenda síðu Hafþórs en þar hafa hátt í tvöþúsund manns smellt á „like“ hnappinn við mynd af honum og Lenu Hea­dey 
(Cer­sei Lanni­ster) sem tekin var við gerð þáttanna. Þeir aðdáendur Game of Thrones sem ekki þekkja til Hafþórs eru eflaust líka afar spenntir enda fer mikilvægur bardagi fram í næsta þætti þar sem Hafþór er í öðru aðalhlutverkinu. 

Hafþór segir bardagann einmitt vera eitt það minnistæðasta við tökuferlið. „Það er mér afar minnistætt þegar við vorum í miðjum tökum á aðaldeginum, maður lifir sig svo mikið inn í allt þetta aksjón,“ segir Hafþór. „Allir komu saman til þess að taka upp þennan aðalbardaga, þar á meðal drottningin (Cersei - Lena Heady) og hreinlega allir sem leika i þáttunum meira og minna. Það augnablik er mjög eftirminnilegt og skemmtileg, þetta var ógleymanleg stund.“

Aðspurður segist Hafþór munu koma fram í fleiri en einum þætti en segir ekki hve mörgum og bætir því kankvís við að fólk verði bara að fylgjast með. Hvað framtíð hans sem leikara varðar segir hann ýmsar dyr opnar. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg lífsreynsla og gæti alveg hugsað mér að leika meira í framtíðinni enda eru í gangi pælingar með bæði sjónvarp og kvikmyndir.“

Hafþór hefur hinsvegar lítinn tíma til að hægja á og íhuga næstu skref enda er kraftajötuninn á ferð og flugi um heiminn þessa dagana. „Ég fer út 31. þessa mánaðar að keppa í liðakeppni, Team Iceland á móti fullt af öðrum liðum. Í næsta mánuði er svo ég að fara til Finnlands, Hollands og svo í mjög spennandi verkefni á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan