Leikaraparið Evan Rachel Wood og Jamie Bell eru nú hætt saman eftir 19 mánaða hjónaband. Wood og Bell, sem eiga saman 10 mánaða gamlan son, staðfestu sambandsslitin í gær.
Parið byrjaði fyrst saman árið 2005 og var þá saman í ár. Eftir að hafa verið með Bell trúlofaðist Wood söngvaranum Marilyn Manson. Þau hættu saman árið 2010. Stuttu síðar byrjaði Wood aftur með Bell og þau giftu sig árið 2012.