„Konan vinnur allt erfiðið“

Mila Kunis.
Mila Kunis. mbl.is/AFP

Mila Kunis kom fram hjá Jimmy Kimmel síðasta fimmtudag og talaði fyrir því að feður ættu ekki að segjast vera óléttir þegar barnsmæður þeirra eru barnshafandi.

Þá talaði hún gegn því að fólk segi „við erum ólétt“ og vísaði þar í pör sem vilja orða barneignirnar á þann hátt að báðir aðilar gangi með barnið, og bætti því við að konan vinni allt erfiðið.

Kunis benti á að konan þurfi að ganga með barnið, standa í því að fá morgunógleði og að lokum fæða barnið. 

Leikkonan er ólétt af sínu fyrsta barni með unnusta sínum Ashton Kutcher en þau ætla að bíða þar til eftir að barnið fæðist með að gifta sig. Þá segjast þau ekki vilja ganga í það heilaga áður en barnið fæðist vegna þess hversu upptekin þau eru þessa dagana.

Um leið og parið undirbýr sig undir barneignirnar standa þau í flutningum í nýkeypt heimili sitt í Beverly Hills sem er metið á um 10 milljónir bandaríkjadollara.

Nýja heimili þeirra er að sögn gríðarstórt með fjórum svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og nægu næði fyrir litlu fjölskylduna.

Bæði munu þau svo taka sér hlé frá atvinnulífinu til þess að sinna barneignum og yfirvofandi brúðkaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg