Ruby Dee látin

Ruby Dee
Ruby Dee AFP

Bandaríska leikkonan Ruby Dee er látin, 91 árs að aldri. Ferill Dee spannaði sjö áratugi og vann hún margan leiksigurinn á sviði og hvíta tjaldinu. Dee var ekki aðeins hæfileikarík leikkona heldur einnig ötull baráttumaður fyrir mannréttindum og barðist gegn kynþáttahatri með eiginmanni sínum, Ossie Davis, sem lést árið 2005. Voru hjónin vinir þeirra Martin Luther King Jr. og Malcolms X.

Dee lék í fjölda kvikmynda á ferli sínum, m.a. The Jackie Robinson Story frá árinu 1950, A Raisin in the Sun frá árinu 1961, The Buck and the Preacher frá árinu 1972, Do the Right Thing frá árinu 1989 og American Gangster frá 2007. Dee hlaut bæði Emmy- og Grammy-verðlaun á ferli sínum og var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Gangster.

Dee hóf feril sinn í New York á fimmta áratugnum og sást fyrst á hvíta tjaldinu í söngvamyndinni That Man of Mine. Leikur hennar í The Jackie Robinson Story vakti hins vegar fyrst á henni þjóðarathygli í heimalandinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir