10 íslenskar kvenhetjur undir 25

Annie Mist Þórisdóttir
Annie Mist Þórisdóttir Jakob Fannar Sigurðsson

99 ár eru liðin síðan einn stærsti sigur jafnréttisbaráttunnar, kosningaréttur kvenna, varð að raunveruleika hér á landi. Á þeim tíma voru það þó aðeins konur yfir fertugu sem hlutu kosningarétt og kjörgengi. Kosningaréttur og kjörgengi kvenna til jafns við karlmenn fengust að fullu árið 1920, en þá fengu allar konur 25 ára og eldri þau réttindi.

Flestir eru sammála um að jafnréttisbaráttunni sé hvergi nærri lokið, hvorki hér á landi né annars staðar. Með nýrri kynslóð kemur aukinn drifkraftur og nýjar fyrirmyndir og í tilefni kvennadagsins tók Monitor því saman tíu íslenskar kvenhetjur, 25 ára og yngri. Konurnar koma úr mismunandi öngum samfélagsins og við nefnum til leiks baráttukonur fyrir jafnrétti, konur sem hafa skarað fram úr og brotið niður múra. Listinn er ekki settur fram í neinni sérstakri röð og við hann mætti bæta ótal frábærum fyrirmyndum.

1. María Rut Kristinsdóttir

María Rut gegndi formensku í Stúdentaráði Háskóla Íslands árið 2013 til 2014 og barðist ötullega fyrir réttindum stúdenta ásamt samstarfsfólki sínu svo eftir var tekið. Sama ár var hún talskona Druslugöngunnar sem berst gegn skækjuskömm (e. slutshaming) og því að ábyrgð sé lögð á herðar fórnarlömbum kynferðisbrota. Auk þess ræddi hún opinskátt um eigin upplifun sem fórnarlamb kynferðisofbeldis.

2. Sigríður María Egilsdóttir

Sigríður María hefur haft sigur úr býtum í bæði innlendum og alþjóðlegum ræðukeppnum. Hún var valin ræðumaður Íslands á MORFÍs 2013 og sama ár hélt hún ræðu á viðburði BBC „100 Women“ þar sem hún fjallaði um menntun stúlkna. Einnig kom hún fram á TedX Reykjavík og hélt fyrirlestur um jafnréttismál.

3. Annie Mist Þórisdóttir

Annie Mist er eina konan til þess að hafa orðið heimsmeistari í CrossFit tvisvar sinnum. Annie fær iðulega háar fjárhæðir að launum fyrir afrek sín á erlendri grundu en hér heima hefur hún byggt upp eigið fyrirtæki, CrossFit Reykjavík, í kringum ástríðu sína.

4. Hljómsveitt

Systurnar Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur mynda saman hljómsveitina Hljómsveitt, sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Þær systur þora á meðan aðrir þegja og tjá sig með textum sínum um ýmis feimnismál samfélagsins og ramma ádeilur sínar pent inn með krúttlegum og grípandi laglínum.

5. Rebekka Rún Mitra

Rebekka Rún er aðeins 18 ára gömul en nýverið stofnaði hún samtökin Young European Leaders for Change ásamt tveimur vinum sínum frá Noregi og Kósóvó. Samtökin miða að því að auka samfélagsvirkni ungs fólks og koma því til áhrifa, enda sé ungt fólk rödd samtímans jafnt sem framtíðarinnar.

6. Aníta Hinriksdóttir

Að öllum öðrum ólöstuðum verður að segjast að Aníta Hinriksdóttir er vonarstjarna Íslands þegar kemur að íþróttaafrekum, enda hefur hún þegar afrekað svo margt. Hún varð heims-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna árið 2013. Aníta er aðeins 18 ára gömul og á enn nóg inni.

7. Ugla Stefanía Jónsdóttir

Ugla Stefanía er 23 ára gömul. Hún er fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans-Íslands. Ugla hefur svo sannarlega lagt sitt á vogarskálarnar þegar kemur að réttindabaráttu LGBTQ fólks og gagnrýnt staðalímyndir kynjanna opinberlega.

8. Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

Embla hefur frá unglingsaldri tekið virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Hún stendur að baki vefsíðunni Tabú ásamt Freyju Haraldsdóttur, en þar fjalla þær um jaðarsetningu fatlaðs fólks og þá sérstaklega frá sjónarhóli kvenna með fatlanir.

9. Samband femínistafélaga framhaldsskólanna

Samband femínistafélaga framhaldsskólanna er vissulega ekki kvenhetja en að baki félaginu standa hetjur, óháð kyni. SFF var stofnað í febrúar af femínistafélögum sjö framhaldsskóla og er markmið þess að treysta tengsl þeirra og styrkja áhrif þeirra á samfélagið.

10. Sara Lind Pálsdóttir (Sara í Júník)

Áður en þú byrjar að hamast af bræði í kommentakerfinu skulum við líta á staðreyndir málsins. Sara í Júník er annar eigenda og andlit (eða rödd) fyrirtækis sem rekur tvær verslanir í stærstu verslunarkjörnum landsins og hún er aðeins 24 ára gömul. Hvað sem hverjum finnst um fötin eða auglýsingarnar má hrósa Söru fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd og láta drauma sína rætast.

Sigríður María
Sigríður María Kristinn Ingvarsson
Hljómsveitt
Hljómsveitt
María Rut
María Rut mbl.is/Rax
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ugla Stefanía
Ugla Stefanía Eva Ágústa Aradótttir
Sara Lind
Sara Lind
Rebkka Rún Mitra
Rebkka Rún Mitra
Frá stofn­fundi Sam­bands Femín­ista­fé­laga Fram­halds­skól­ana
Frá stofn­fundi Sam­bands Femín­ista­fé­laga Fram­halds­skól­ana
Embla
Embla tabu2014.wordpress.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka