Brad Pitt sem svaramaður

Brad Pitt þykir líklegur sem svaramaður í brúðkaupi George Clooneys …
Brad Pitt þykir líklegur sem svaramaður í brúðkaupi George Clooneys og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

George Clooney þykir líklegur til að velja Brad Pitt sem svaramann fyrir brúðkaup sitt og Amal Alamuddin.

Starla Clooney, frænka George Clooneys, ræddi við Daily Mail um brúðkaup þeirra Clooneys og Amal Alamuddin og telur að hann muni velja Brad Pitt sem svaramann.

Starla gaf til kynna að brúðkaupið yrði haldið á Ítalíu í september líkt og getgátur hafa verið uppi um og sagði að Clooney væri að skipuleggja ferð til Ítalíu með foreldrum sínum til að hefja undirbúning brúðkaupsins.

„Ég heyrði talað um Cincinnati sem er ekki langt frá Kentucky þar sem fjölskylda George býr. Það mun hafa verið einn af þeim stöðum sem þau íhuguðu en greinilega varð Cincinnati ekki fyrir valinu, brúðkaupið verður ekki þar,“ segir frænkan.

Í síðustu viku mætti Clooney í fjölskylduboð í Kentucky í Bandaríkjunum en fjölskyldunni til mikilla vonbrigða sá unnusta hans sér ekki fært að mæta.

Clooney bað Alamuddin í apríl á þessu ári en brúðkaupið mun fara fram í september á þessu ári.  

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa verið trúlofuð síðan 2012 og hermt hefur verið að þau ætli einnig að gifta sig á þessu ári.

George Clooney og Amal Alamuddin munu gifta sig í september …
George Clooney og Amal Alamuddin munu gifta sig í september á þessu ári. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir