Shia LaBeouf handtekinn

Shia LaBeouf hefur verið í uppreisn gegn frægðinni upp á …
Shia LaBeouf hefur verið í uppreisn gegn frægðinni upp á síðkastið. mbl.is/Reuters

Leikarinn Shia LaBeouf var handtekinn á dögunum á leikhússýningu í New York, að því er fram kemur á vef People.

LaBeouf var handtekinn á sýningu í Studio 54-leikhúsinu í Manhattan á Broadway-sýningunni Cabaret eftir að hann hafði látið öllum illum látum og látið eins og leikhúsdólgur og þurfti hér um bil að halda honum niðri. 

Talsmaður Broadway-sýningarinnar segir að leikarinn hafi farið að haga sér illa strax í byrjunaratriði sýningarinnar og í hléi var honum vísað út úr leikhúsinu.

Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um málið en leikarinn hefur ekki verið ákærður. Lögregla í New York heldur rannsókn málsins þó áfram.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka