Marilyn Manson ekki velkominn í Rússlandi

Marilyn Manson
Marilyn Manson AP

Tónleikum með Marilyn Manson sem fara áttu fram í Novosibirsk í Rússlandi hefur verið aflýst. Hugsanlegt þótti að tónleikarnir myndu móðga fylgjendur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og ýta undir kvalalosta og sjálfpíningarhvöt.

Í tilkynningu sem Sibirskie Gastroli, einn skipuleggjanda tónleikanna, sendi frá sér í gærkvöldi, kom fram að yfirvöld hefðu ekki gefið leyfi fyrir tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudaginn. Reynt var til þrautar að finna leiðir svo Marilyn Manson gæti komið fram í borginni, en án árangurs.

Þeir sem höfðu keypt miða á tónleikana munu fá endurgreitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir