Bobby Womack látinn

Bobby Womack lést í nótt sjötugur að aldri
Bobby Womack lést í nótt sjötugur að aldri AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Womack lést í nótt sjötugur að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. Dánarorsök Womacks er ekki enn ljós, en auk krabbameins var hann kominn með einkenni byrjunarstigs Alzheimer sjúkdómsins og hafði neytt fíkniefna um árabil.

Womack samdi og spilaði lög undir áhrifum fjölmargra tónlistarstefna, en þar má nefna gospel, R&B og rokk og ról. Hann samdi m.a. slagarann „It’s All Over Now“ sem naut gríðarlegra vinsælda með hljómsveitinni The Rolling Stones. Womack flutti jafnframt fjölmörg lög sjálfur, en meðal hans þekktustu verka eru „The Way I Think Abou Cha“ og „Woman’s Gotta Have It“, en þau ásamt fleirum nutu mikilla vinsælda á 8. áratug síðustu aldar.

Ýmsir þekktir listamenn hafa tjáð sig um dauða Womacks á Twitter og vottað honum virðingu sína, m.a. rapparinn MC Hammer, söngvarinn Damon Albarn og Rolling Stones meðlimurinn Ronnie Wood.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir